Félag atvinnurekenda þrýstir á Matvælastofnun að verða við erindi Innnes Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 20. maí 2015 20:10 Verkfall dýralækna hefur haft áhrif á verslunareigendur og innflutningsaðila. Vísir „Innflutningsfyrirtæki í röðum Félags atvinnurekenda leita nú til Matvælastofnunar um að stofnunin sinni því hlutverki sínu að votta innflutta búvöru og komi þannig í veg fyrir gríðarlegt tjón sem gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. „Hundruð tonna af kjöti, ostum, bökunarkartöflum og fleiri búvörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna,“ segir í fréttinni. „Matvörufyrirtækið Innnes hefur sent Matvælastofnun erindi þar sem því er mótmælt að verkfall dýralækna þýði að Matvælastofnun geti ekki stimplað nauðsynleg skjöl vegna innflutnings matvöru.“ Í fréttinni kemur fram að það sé ekkert í lögum sem krefjist þess að innlendur dýralæknir stimpli skjölin og að vörurnar þurfi enga aðkomu dýralækna. Heilbrigðisvottorð með vörum sem koma frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins séu gefin út af dýralæknum þar í landi. Þeir dýralæknar framfylgi sömu reglum og dýralæknar hér á landi. Í öðru lagi er bent á að „þótt svo væri sé bæði forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralækni, en hvorugur þeirra er í verkfalli, heimilt að stimpla skjölin.“Ekki allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli Af þessum ástæðum hefur lögmaður Innness sent Matvælastofnun erindi þar sem fram kemur að synjun á stimplun skjalanna sé ólögmæt og að vörur fyrirtækisins skemmist vegna ákvörðunarinnar. Í erindinu er gerð sú krafa að stofnunin afgreiði erindi fyrirtækisins án tafa og að fyrirtækið fari í skaðabótamál ef að vörur þeirra skemmist að ósekju. Erindi Innness er í vinnslu hjá Matvælastofnun, sem hefur óskað eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum en ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segist í fréttinni vona að stofnunin verði við kröfu Innness og þá fleiri fyrirtækja í framhaldinu. „Lögin kveða eingöngu á um að Matvælastofnun stimpli innflutningsskjöl, ekki að dýralæknar verði að gera það. Ekki eru allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli og samkvæmt dómafordæmum geta yfirmenn stofnunarinnar gengið í störf undirmanna í því skyni að bjarga verðmætum,“ segir Ólafur. Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
„Innflutningsfyrirtæki í röðum Félags atvinnurekenda leita nú til Matvælastofnunar um að stofnunin sinni því hlutverki sínu að votta innflutta búvöru og komi þannig í veg fyrir gríðarlegt tjón sem gæti orðið ef innfluttar matvörur fá ekki tollafgreiðslu.“ Þetta kemur fram í frétt á vef Félags atvinnurekenda. „Hundruð tonna af kjöti, ostum, bökunarkartöflum og fleiri búvörum bíða nú tollafgreiðslu, sem ekki er veitt vegna verkfalls dýralækna,“ segir í fréttinni. „Matvörufyrirtækið Innnes hefur sent Matvælastofnun erindi þar sem því er mótmælt að verkfall dýralækna þýði að Matvælastofnun geti ekki stimplað nauðsynleg skjöl vegna innflutnings matvöru.“ Í fréttinni kemur fram að það sé ekkert í lögum sem krefjist þess að innlendur dýralæknir stimpli skjölin og að vörurnar þurfi enga aðkomu dýralækna. Heilbrigðisvottorð með vörum sem koma frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins séu gefin út af dýralæknum þar í landi. Þeir dýralæknar framfylgi sömu reglum og dýralæknar hér á landi. Í öðru lagi er bent á að „þótt svo væri sé bæði forstjóra Matvælastofnunar og yfirdýralækni, en hvorugur þeirra er í verkfalli, heimilt að stimpla skjölin.“Ekki allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli Af þessum ástæðum hefur lögmaður Innness sent Matvælastofnun erindi þar sem fram kemur að synjun á stimplun skjalanna sé ólögmæt og að vörur fyrirtækisins skemmist vegna ákvörðunarinnar. Í erindinu er gerð sú krafa að stofnunin afgreiði erindi fyrirtækisins án tafa og að fyrirtækið fari í skaðabótamál ef að vörur þeirra skemmist að ósekju. Erindi Innness er í vinnslu hjá Matvælastofnun, sem hefur óskað eftir frekari upplýsingum og fylgigögnum en ekki tekið afstöðu til kröfunnar. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA, segist í fréttinni vona að stofnunin verði við kröfu Innness og þá fleiri fyrirtækja í framhaldinu. „Lögin kveða eingöngu á um að Matvælastofnun stimpli innflutningsskjöl, ekki að dýralæknar verði að gera það. Ekki eru allir starfsmenn Matvælastofnunar í verkfalli og samkvæmt dómafordæmum geta yfirmenn stofnunarinnar gengið í störf undirmanna í því skyni að bjarga verðmætum,“ segir Ólafur.
Verkfall 2016 Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira