Óformlegur fundur í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga í gær skilaði engu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. maí 2015 12:15 Verkfallið hefur mikil áhrif á starfsemi spítala og heilsugæslustöðva, segir Ólafur. Vísir/Vilhelm Óformlegur fundur átti sér stað á milli samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins í gær. Ekkert þokaðist í átt að samkomulagi á þeim fundi. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. Áttatíu undanþágubeiðnir höfðu verið samþykktar til viðbótar við neyðarmönnunarlista velferðarráðuneytisins áður en verkfallið skall á. „Eftir því sem ég kemst næst þá gekk nóttin bara stóráfallalaust fyrir sig en þegar í gærkvöldi höfðum við samþykkt áttatíu undanþágubeiðnir til viðbótar við þá öryggislista sem liggja fyrir,“ segir hann. Hvaða deildir og sjúkrahús voru það sem fóru fram á þessar umfram undanþágur? „Þetta voru sjúkrahús víðs vegar um landið og Landspítalinn líka. Að hluta til voru þetta stöður sem hafði hreinlega láðst að setja inn á öryggislistann, margir stjórnendur, en einnig þurftum við að bregðast við ástandinu á sumum deildum þar sem þurfti að bæta við hjúkrunarfræðingum til að sinna þeirri þjónustu sem þurfti að sinna,“ segir Ólafur Þrátt fyrir auknar undanþágur er staðan ekki góð á spítölum landsins. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemina. „Og ekki síst heilsugæsluna þar sem þarf að fresta ung- og smábarnavernd og vaktþjónustu hjúkrunarfræðinga og allri skólahjúkrun,“ segir Ólafur Enginn fundur hafði verið boðaður í deilunni í gær en Ólafur segir að óformlegur fundur hafi farið fram á milli deiluaðila. Ekki hefur verið boðað til formlegs fundar í dag. „Það var óformlegur fundur í gær með samninganefnd ríkisins en við þokuðumst ekkert nær samkomulagsátt á þeim fundi,“ Verkfallið sem skall á á miðnætti nær til allra hjúkrunarfræðinga á landinu. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur áðurnefnd undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Óformlegur fundur átti sér stað á milli samninganefnda hjúkrunarfræðinga og ríkisins í gær. Ekkert þokaðist í átt að samkomulagi á þeim fundi. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, segir að fyrsta nótt verkfallsins hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig. Áttatíu undanþágubeiðnir höfðu verið samþykktar til viðbótar við neyðarmönnunarlista velferðarráðuneytisins áður en verkfallið skall á. „Eftir því sem ég kemst næst þá gekk nóttin bara stóráfallalaust fyrir sig en þegar í gærkvöldi höfðum við samþykkt áttatíu undanþágubeiðnir til viðbótar við þá öryggislista sem liggja fyrir,“ segir hann. Hvaða deildir og sjúkrahús voru það sem fóru fram á þessar umfram undanþágur? „Þetta voru sjúkrahús víðs vegar um landið og Landspítalinn líka. Að hluta til voru þetta stöður sem hafði hreinlega láðst að setja inn á öryggislistann, margir stjórnendur, en einnig þurftum við að bregðast við ástandinu á sumum deildum þar sem þurfti að bæta við hjúkrunarfræðingum til að sinna þeirri þjónustu sem þurfti að sinna,“ segir Ólafur Þrátt fyrir auknar undanþágur er staðan ekki góð á spítölum landsins. Verkföllin hafa mikil áhrif á starfsemina. „Og ekki síst heilsugæsluna þar sem þarf að fresta ung- og smábarnavernd og vaktþjónustu hjúkrunarfræðinga og allri skólahjúkrun,“ segir Ólafur Enginn fundur hafði verið boðaður í deilunni í gær en Ólafur segir að óformlegur fundur hafi farið fram á milli deiluaðila. Ekki hefur verið boðað til formlegs fundar í dag. „Það var óformlegur fundur í gær með samninganefnd ríkisins en við þokuðumst ekkert nær samkomulagsátt á þeim fundi,“ Verkfallið sem skall á á miðnætti nær til allra hjúkrunarfræðinga á landinu. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur áðurnefnd undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
Ekki þurfti að kalla út hjúkrunarfræðinga á undanþágu í nótt Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst á miðnætti. 27. maí 2015 07:27