Erlent

Neyðarsöfnun vegna jarðskjálftanna í Nepal

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Einungis nokkrum andartökum eftir að jarðskjálftinn í morgun reið yfir safnaðist fólk í Katmandú saman út á götu og á opnum svæðum í leit að öryggi. Kent Page hjá UNICEF tók myndina. Nokkrum sekúndum eftir að hún var tekin reið annar eftirskjálfti yfir.
Einungis nokkrum andartökum eftir að jarðskjálftinn í morgun reið yfir safnaðist fólk í Katmandú saman út á götu og á opnum svæðum í leit að öryggi. Kent Page hjá UNICEF tók myndina. Nokkrum sekúndum eftir að hún var tekin reið annar eftirskjálfti yfir. Vísir/UNICEF
Neyðarsöfnun stendur yfir vegna jarðskjálftanna í Nepal. UNICEF segir að starfsmenn hafi áhyggjur af áhrifum jarðskjálftanna á börn sem þegar hafa upplifað of mikið, samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni.



„Við höfum áhyggjur af áhrifum þessa annars jarðskjálfta á einungis tveimur vikum á börn í Nepal, sérstaklega á sálræna velferð þeirra,“ segir Kent Page, starfsmaður UNICEF, í fréttatilkynningu. „Þetta er ekki búið í Nepal“



Hægt er að styrkja hana með því að senda sms-ið UNICEF í númerið 1900 og gefa þannig 1.500 krónur. Einnig er hægt að styrkja með kreditkorti og leggja inn á bankareikning.



„Almenningur hér á landi hefur brugðist vel við og við erum ákaflega þakklát fyrir það. Hvert einasta framlag skiptir máli,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi, í fréttatilkynningunni.



UNICEF hefur verið með mikinn viðbúnað í landinu og vinur starfsfólk UNICEF vinnur nú við að ná til barna á svæðinu.



Annar starfsmaður UNICEF í Nepal, Rose Foley, lýsir upplifun sinni af skjálftanum í morgun svona: „Þetta var eins og heil eilífð að líða. Við komumst út á öruggan stað eins fljótt og hægt var. Þegar ég sat úti, og eftirskjálftarnir riðu yfir, leið mér eins og ég væri stödd á báti á hafi úti í ólgusjó. Það eina sem ég gat hugsað um voru börnin sem nú þegar hafa þurft að þola svo mikið. Við erum virkilega áhyggjufull vegna þeirra afleiðinga sem þessi nýi skjálfti gæti haft í för með sér fyrir öll þau viðkvæmu börn sem nú þegar eiga um mjög sárt að binda.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×