Efast um að öll svínabú lifi verkfallið af Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 14. maí 2015 19:00 Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný. Verkfall 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira
Svínabóndi í Grímsnesi segir búið, og þar með heimilið, vera farið að verða fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna verkfalls dýralækna. Ekki eru til peningar til að kaupa fóður og borga reikninga. Hún efast um að minni svínabú landsins lifi verkfallið af. Frá því verkfall dýralækna hófst hafa innlendir alifugla- og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Á minni svínabúum, til að mynda á Ormsstöðum í Grímsnesi, er allt undir. Svínabúið er fjölskyldurekið fyrirtæki þar sem búið er á jörðinni og daglegt líf snýst í kringum reksturinn sem Guðný Tómasdóttir tók fyrir nokkrum árum við af foreldrum sínum. „Við vinnum við þetta bæði ég og maðurinn minn og ég get dregið börnin út á frídögum, svona eins og í dag, og mamma og pabbi eru ennþá að starfa við þetta,“ segir Guðný. Svínabú eru sum hver komin að þolmörkum vegna tekjutaps sem þau hafa orðið fyrir undanfarnar vikur. Þótt framleiðslan komist ekki á markað er ekkert lát á þeim gjöldum sem greiða þarf vegna reksturins. Þá óttast Guðný að þegar verkfallinu ljúki verði offramboð af frosnu kjöti og því muni það falla í verði. „Núna skiptir hver dagur máli því að við erum vön að fá tekjur í hverri viku, en núna eru komnar fjórar vikur sem að hafa ekki komið neinar tekjur inn. Við fáum líklega einhvern smá pening fyrir undanþágu sem við fengum í síðustu viku á föstudaginn og vonum að við getum skrimt á því eitthvað aðeins. Við erum farin að tala við byrgja og heyra hvað við getum dregið einhverjar greiðslur en ég veit ekki alveg hvernig mánaðarmótin fara,“ segir hún. Minni bú séu þannig mun verr í stakk búin en þau stærri til að takast á við afleiðingar verkfallsins. „Þessi litlu bú, við eigum okkar skuldir og allt annað. Við erum ekki nógu stór til að vera interesant fyrir bankann. Ég yrði mjög hissa á því ef allir lifa þetta af, það er bara þannig,“ segir Guðný.
Verkfall 2016 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Sjá meira