Blóðbaðið í Waco: Átökin hófust eftir deilur um bílastæði Atli Ísleifsson skrifar 18. maí 2015 13:53 Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Vísir/AFP Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja. Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
Lögregla í Texas hefur handtekið 192 manns í kjölfar átaka fimm mótorhjólagengja í Waco í Texas í gær. Níu manns voru drepnir og átján særðust í skotbardaganum sem varð á bílastæði í verslunarhverfi í borginni. Bardaginn átti sér stað í og fyrir utan veitingastaðinn Twin Peaks í verslunarhverfi í Waco. Samkvæmt lögreglunni hófust átökin með slagsmálum, en fljótlega voru dregnir upp hnífar, keðjur og byssur.Í frétt KWTX segir að bílar og önnur farartæki viðskiptavina og starfsfólks veitingastaðarins hafi verið þaktir ummerkjum eftir skothríðina og hafi þau verið flutt af vettvangi vegna rannsóknar málsins.Liðsmenn gengjanna halda til WacoLögreglan vissi af því að meðlimir gengjanna væru að safnast saman í veitingahúsinu og voru fjöldi lögreglumanna viðstaddir þegar skothríðin hófst. Deilurnar hófust inni á veitingahúsinu en fluttust síðar út á bílastæði. Talsmaður lögreglu segir að liðsmenn gengjanna hafi að endingu hafið skothríð og að lögreglumenn hafi einnig skotið úr vopnum sínum. Allir hinir handteknu hafa verið ákærðir fyrir aðild að skipulagðri glæpastarfsemi, en búist er við að fleiri ákæruliðir bætist við í tilviki sumra eftir því sem rannsókn lögreglu miðar áfram. Að minnsta kosti tveir meðlimir mótorhjólagengja voru handteknir í morgun þegar þeir reyndu að komast inn í borgina en lögregla í Waco óttast að liðsmenn gengjanna muni sækja inn í borgina til að hefna félaga sinna.Földu sig í frysti inni á Twin PeaksLögregla taldi upphaflega að meðlimir þriggja gengja hefðu tekið þátt í skotbardaganum, en nú er ljóst að liðsmenn að minnsta kosti fimm gengja tóku þátt. Patrick Swanton, talsmaður lögreglunnar í Waco, segir að algert ófremdarástand hafi skapast á lóðinni. Segist hann aldrei hafa upplifað annað eins á 34 ára starfsferli innan lögreglunnar. Viðskiptavinir Twin Peaks og starfsmenn földu sig margir í frysti veitingastaðarins á meðan á skothríðinni stóð.Um hundrað skotvopn gerð upptækSwanton segir að lögregla hafi gert rúmlega hundrað skotvopn upptæk á vettvangi og að skotsár hafi fundist á fjölda nærstaddra farartækja. Hann segir að einungis meðlimir gengjanna hafi látist eða slasast og að lögreglumenn og almennir borgarar hafi sloppið ómeiddir. Lögreglumaðurinn segir að starfsmenn lögreglu hafi unnið með forsvarsmönnum Twin Peaks vikum saman til að reyna að koma í veg fyrir atvik sem þetta en lítið gengið. Segir hann að líklegast hefði verið hægt að koma í veg fyrir slíkt ef starfsfólk hefði sýnt meiri samstarfsvilja.
Tengdar fréttir 192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50 Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Fleiri fréttir Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Sjá meira
192 handteknir eftir átök glæpagengja í Texas Níu manns voru drepnir og átján særðust í bardaganum sem varð á bílstæði í verslunarhverfi í Waco. 18. maí 2015 12:50
Níu létust í átökum mótorhjólagengja Meðlimir gengjanna fóru að slást á veitingastað í Texas en fljótlega voru dregnir upp hnífar og svo byssur. 17. maí 2015 22:28