Frystiskápar fullir af blóðsýnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. maí 2015 19:00 Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Frystiskápar Landspítalans eru að fyllast af blóðsýnum en ríflega sex þúsund sýni hafa verið fryst vegna verkfalls BHM. Þau elstu eru meira en mánaðar gömul og tugir sýna eru orðin ónýt. Ríflega helmingur allra starfsmanna á rannsóknarsviði Landspítalans, eða um 250 lífeinda-, náttúru-, og geislafræðingar, hefur nú verið í verkfalli í um sex vikur. Áður en verkfallið skall á tók oftast tvo til þrjá daga að fá niðurstöður úr blóðprufum og stundum aðeins örfár klukkustundir. Núna þurfa sjúklingar að bíða jafnvel vikum saman. Sýnunum er forgangsraðað og sýni sem ekki næst að rannsaka eru sett í frysti. Staðan er nú sú að vel yfir sex þúsund blóðsýni eru í frystiskápum um allan spítalann. „Á hverju sýni eru pantaðar um það bil fjórar til fimm rannsóknir,“ segir Ísleifur Ólafsson, yfirlæknir rannsóknarkjarna Landspítalans. Hann segir þær rannsóknir sem bíða skipta orðið tugum þúsunda. Þá eru nokkur hundruð sýni talin vera orðin léleg og ekki koma til með að skila fullnægjandi niðurstöðum. Elstu sýnin í frystiskápunum er meira en mánaðargömul eða frá 13. apríl. „Blóðsýni eru alltaf best þegar þau eru fersk og skoðuð sem fyrst, en eftir því sem líður á verða sýnin lélegri og erfiðara að túlka niðurstöður. Þannig að nokkrir tugir sýna hafa eyðilagst hjá okkur og læknar sem hafa sent okkur þau sýni þeir hafa verið látnir vita af því,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknarsviðs Landspítalans. Þá bíða 350 vefjasýni eftir því að verða skoðuð. Undanþágur frá verkfallinu eru fengnar þegar rannsóknir geta ekki beðið, líkt og ein þeirra sem framkvæma þurfti í dag. „Í þessu tilviki reyndist um að ræða krabbamein í lunga og slíkar aðgerðir mega helst ekki bíða. Þannig að við verðum að taka á móti sýnunum þegar þau berast,“ segir Jón Gunnlaugur Jónasson, yfirlæknir á meinafræðideild Landspítalans. Ólíkt verkfalli náttúrufræðinga og geislafræðinga, sem stendur allan daginn, stendur verkfall lífeindafræðinga aðeins hluta úr degi, eða frá 8-12. „Þessir fjórir tímar sem við vinnum þó hérna frá tólf til fjögur, þeir náttúrulega duga okkur engan veginn nema til að rétt halda í horfinu því sem bráðliggur á. Okkur líður alltaf verr og verr með að þurfa að fylla frystiskápa og kæliskápa af sýnum sem þyrfti náttúrulega að mæla,“ segir Stefanía Björk Gylfadóttir, lífeindafræðingur á Landspítalanum. „Þetta er erfið staða og ég met það svo að hún sé hættuleg sjúklingum,“ segir Ísleifur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51 „Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07 Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ekkert þokast í deilu BHM Fundi Bandalags háskólamanna og ríkisins lauk í dag án þess að nokkur hreyfing hafi komist á málið. Næsti fundur er boðaður eftir helgi. 15. maí 2015 14:51
„Þetta er tap á hverjum einasta degi“ Endurbótum á Hótel Marina lauk á föstudaginn síðastliðinn en ekki fást leyfi fyrir herbergjunum sem bætt var við vegna verkfalls lögfræðinga hjá ríkinu. 16. maí 2015 15:07
Þolinmæði kjúklingaræktenda þrotin Tveir kjúklingaframleiðendur dreifa nú kjúklingakjöti í stórmarkaði þrátt fyrir samkomulag sem hefur gilt á milli þeirra og dýralækna. Framleiðendur segja að rekstrargrundvöllur framleiðslunnar muni bresta verði ekkert selt af kjötinu og sá tími sé runninn upp. 16. maí 2015 19:30