Erlent

Germanwings 4U9525: Búist við miklum fjölda við minningarathöfn í dag

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Kveikt verður á 150 kertum í kirkjunni til minningar um þá 150 sem létust í slysinu.
Kveikt verður á 150 kertum í kirkjunni til minningar um þá 150 sem létust í slysinu. Vísir/AFP
Minningarathöfn um þá 150 sem létust þegar flugvél Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum fyrir tæpum mánuði verður haldin í dómkirkjunni í Köln í dag.

Um 500 ættingjar þeirra sem fórust munu sækja athöfnina sjálfa en búist er við að mikill fjöldi safnist svo saman fyrir utan kirkjuna þar sem fylgjast má með því sem fram fer á sjónvarpsskjáum. Kveikt verður á 150 kertum, einu fyrir hvern þann sem lést.

Foreldrum Andreas Lubitz, aðstoðarflugmannsins sem flaug vélinni viljandi á fjallið, var boðið til athafnarinnar en þau afþökkuðu boðið.

Angela Merkel, Þýskalandskanslari, verður við athöfnina auk forseta landsins, Joachim Gauck. Þá kemur franski utanríkisráðherrann, Laurent Fabius, einnig. Auk þeirra mæta svo um 50 franskir og þýskir björgunarsveitarmenn sem hafa leitað að líkamsleifum þeirra sem fórust.


Tengdar fréttir

Öruggt að um viljaverk hafi verið að ræða

Seinni flugriti Germanwings-vélarinnar sem fannst í gær, staðfestir að Andres Lubitz, aðstoðarflugmaður vélarinnar, hafi flogið henni viljandi á fjall í frönsku Ölpunum.

Síðustu andartökin náðust á myndband

Síðustu andartök farþega og áhafnar um borð í flugvél þýska flugfélagsins Germanwings sem grandað var í frönsku ölpunum síðustu viku náðust á myndband.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×