Erlent

Segir að lögreglumennirnir hafi brugðist rétt við

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögregla stendur vörð í mótmælum í Baltimore í gær.
Lögregla stendur vörð í mótmælum í Baltimore í gær. Vísir/Getty
Lögfræðingur lögreglumannanna sex í Baltimore sem ákærðir eru fyrir að hafa komið að dauða hins 25 ára gamla Freddie Gray segir að þeir hafi ekki gert neitt rangt. Gray lést af áverkum í umsjá lögreglu og brutust út miklar óeirðir í borginni í kjölfar þess.

Marilyn Mosby ríkissaksóknari greindi frá því í gær að áverkar sem Gray hluta á mænu eftir handtökuna hafi dregið hann til dauða. Fyrir liggur að Gray var handtekinn og hafður í lögreglubíl í um fjörutíu mínútur áður en hann var færður á lögreglustöð.

Lögfræðingurinn, Michael Davey, segir að lögreglumennirnir hafi brugðist rétt við og í samræmi við þá þjálfun sem þeir höfðu hlotið. Þá sakar hann Mosby um að hafa hlaupið á sig.

„Þegar öll sönnunargögn í málinu liggja fyrir þá mun koma í ljós að lögreglumennirnir gerðu ekkert rangt.“


Tengdar fréttir

Segir Freddie Gray hafa veitt sér áverkana sjálfur

Fátt bendir til þess að Freddie Gray hafi slasast alvarlega er hann var handtekinn í Baltimore í Bandaríkjunum fyrir um tveimur vikum síðar, ef marka má skýrslu lögreglu sem Washington Post birti í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×