Hræsni og hræðsluáróður að hóta verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 7. maí 2015 19:30 Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Verkfall 2016 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það hræsni og hræðsluáróður að verðbólga þurfi að fara á skrið verði orðið við kröfum verkalýðshreyfingarinnar um hækkun lágmarkslauna. Félagið hafi enda samið við fjölda fyrirtækja að undanförnu sem telji kröfurnar sanngjarnar. Á Akranesi hefur verkfall um 600 karla og kvenna mikil áhrif á allt atvinnulífið. Þá kannski sérstaklega á stærsta fyrirtækið, HB Granda, þar sem á þriðja hundrað manns hafa verið í verkfalli í gær og í dag, ásamt tæplega tíu þúsund manns víðs vegar um landsbyggðina. Verkalýðsfélag Akraness hefur engu að síður gert kjarasamning við á annan tug fyrirtækja. Um hundrað manns vinna hjá þessum fyrirtækjum sem eru utan Samtaka atvinnulífsins. „Og allir hafa komið að fyrra bragði og allir hafa haft það á orði að þetta séu sanngjarnar og réttlátar kröfur,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. En krafan er að lágmarkslaun hækki upp í 300 þúsund krónur á þremur árum. Vilhjálmur gefur lítið fyrir fullyrðingar um að þessar launakröfur muni valda mikilli hækkun verðbólgu. „Þetta er skefjalaus hræðsluáróður af hálfu Samtaka atvinnulífsins og þennan söng kirja fulltrúar Seðlabankans með þeim,“ segir Vilhjálmur. Ef tugir milljarða í arðgreiðslur hafi ekki áhrif á verðbólguna geti nokkur hundruð milljónir í auknum launakostnaði varla haft mikil áhrif. Stóru verslunarfyrirtækin og útflutningsfyrirtækin þoli vel að verða við þessum launakröfum án þess að hækka verðlag. Þá gæti hræsni í málflutningi Samtaka atvinnulífsins. „Miskunnarlaus hræsni. Einfaldlega vegna þess að það var samið við flugmenn 9. desember á síðasta ári upp á þriðja tug prósenta, 23,5 prósent að mig minnir. Þar eru flugstjórar í efsta þrepi, taktu eftir, að hækka um 310 þúsund krónur og sú hækkun er komin til flugstjóra innan tveggja ára,“ segir Vilhjálmur. Það sé bara hið besta mál þegar hópar nái góðum árangri. „En þetta sýnir hræsnina einfaldlega vegna þess að Björgólfur Jóhannsson er forstjóri Icelandair og einnig formaður Samtaka atvinnulífsins. Sem segir að við sem stjórnum íslenskri verkalýðshreyfingu séum óábyrgir í okkar nálgun með þeirri kröfugerð sem við erum með. En ég held að þessir ágætu menn ættu að líta í eigin barm,“ segir Vilhjálmur. Laun forstjóra og millistjórnenda hafi hækkað um hundruð þúsunda að undanförnu og mánaðarlaun þeirra talin í milljónum, seim einhverra hluta vegna hafi ekki áhrif á verðlag. Vilhjálmur segir að laun forstjóra Orkuveitunnar hafi t.a.m. hækkað um 90 prósent á sama tíma og vanda Orkuveitunnar sé varpað yfir á almenning með 50 – 70 prósenta hækkun orkuverðs. Þá hafi laun forstjóra Bláa lónsins, sem jafnframt sé formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, hækkað úr þremur milljónum í 6,4 milljónir frá árinu 2011. „Svo kemur þetta ágæta fólk þegar verkafólk er að biðja um að lágmarkslaun verði 300 þúsund krónur og segir: Þið eruð galin þetta mun setja íslenskt samfélag á hliðina,“ segir Vilhjálmur Birgisson.
Verkfall 2016 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira