Erlent

Táningi bjargað úr rústum eftir fimm daga

Samúel Karl Ólason skrifar
Táningingurinn hafði verið fastur á milli tveggja gólfplatna í fimm daga.
Táningingurinn hafði verið fastur á milli tveggja gólfplatna í fimm daga. Vísir/EPA
Fjöldi fólks fagnaði þegar hinum fimmtán ára gamla Pemba Tamang var bjargað úr rústum sjö hæða húss í Kathmandu í dag. Nepalskir björgunarmenn höfðu ásamt bandarískri leitarsveit unnið að björgun Tamang í margar klukkustundir, en hann hafði setið fastur í fimm daga.

Tamang var þakinn ryki átti erfitt með að halda augunum opnum þegar hann var kominn úr rústunum. Björgunarmenn segja að hann hafi þó verið einstaklega móttækilegur.

„Hann þakkaði mér fyrir þegar ég kom fyrst að honum,“ hefur AP fréttaveitan eftir L.B Basnet. „Hann sagði mér nafn sitt, hvar hann ætti heima og ég gaf honum vatn. Ég sagði honum að við værum nærri því að ná honum út.“

Eftir að húsið hrundi sat Tamang fastur á milli tveggja gólfplatna. Það eina sem kom í veg fyrir að hann kremdist voru stálstangir sem héldu gólfplötunni uppi. Tvær gólfplötur héngu á stálvírum framan af húsinu.


Tengdar fréttir

Halda áfram að klífa Everest

Átta hundruð manns voru á fjallinu þegar skriðan féll en hún gjöreyðilagði grunnbúðirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×