Erlent

Liðsmenn Bræðralags múslíma dæmdir til dauða

Atli Ísleifsson skrifar
Stuðningsmenn Bræðralags múslíma mótmæltu í hverfinu Heliopolis í Kaíró fyrr á árinu.
Stuðningsmenn Bræðralags múslíma mótmæltu í hverfinu Heliopolis í Kaíró fyrr á árinu. Vísir/AFP
Dómstóll í Egyptalandi dæmdi í morgun 22 liðsmenn Bræðralags múslíma til dauða vegna árásar á lögreglustöð í landinu árið 2013.

Árásin var gerð í bænum Kerdasa eftir að her landsins hafði hrakið þáverandi forseta landsins, Mohamed Mursi, frá völdum.

Fjölmargir liðsmenn Bræðralags múslíma hafa áður verið dæmdir til dauða vegna árása sem gerðar voru 2013.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×