Erlent

Egypskur dómstóll dæmir 188 manns til dauða

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega 140 af hinum dæmdu eru nú þegar í varðhaldi en hinir voru allir dæmdir í fjarveru sinni.
Rúmlega 140 af hinum dæmdu eru nú þegar í varðhaldi en hinir voru allir dæmdir í fjarveru sinni. Vísir/AFP
Egypskur dómstóll hefur dæmt 188 stuðningsmenn Bræðralags múslíma til dauða vegna árásar á lögreglustöð nærri höfuðborginni Kaíró árið 2013.

Umrædd árás átti sér stað sama dag og egypskar öryggissveitir leystu upp búðir motmælenda sem voru allir á bandi Bræðralags múslíma. Fleiri hundruð manns létust í átökum. Bann hefur nú verið lagt við starfsemi Bræðralagsins.

Margir hafa gagnrýnt egypsk stjórnvöld vegna herferðar þeirra gegn íslömskum stuðningsmönnum fyrrverandi forsætisráðherrans Mohammed Morsi.

Fleiri hundruð dauðadómar hafa fallið þó að enn eigi eftir að taka nokkurn hinna dæmdu af lífi. Dómarnir eru háðir samþykki æðsta trúarráðs landsins.

Í frétt BBC segir að rúmlega 140 af hinum dæmdu eru nú þegar í varðhaldi en hinir voru allir dæmdir í fjarveru sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×