Erlent

Egypskur dómstóll staðfestir dauðadóm 183 manna

Atli Ísleifsson skrifar
Stuðningsmenn Bræðralags múslíma flýja öryggissveitir yfirvalda í mótmælum í höfuðborginni Kaíró þann 24. janúar.
Stuðningsmenn Bræðralags múslíma flýja öryggissveitir yfirvalda í mótmælum í höfuðborginni Kaíró þann 24. janúar. Vísir/AFP
Dómstóll í Egyptalandi hefur staðfest dauðadóm yfir 183 stuðningsmenn Bræðralags múslíma. Þeim er gert að sök að hafa gert árás á lögreglustöð í Minya héraði árið 2013. BBC greinir frá.

Upphaflega var réttað yfir 683 liðsmönnum samtakanna og hafði dómari í málinu úrskurðað að taka ætti þá alla af lífi. Réttarhöldin voru harðlega gagnrýnd og voru refsingarnar mildaðar í mörgum tilfellum. 496 þeirra sem upphaflega voru dæmdir voru síðar sýknaðir.

Yfirvöld í Egyptalandi hafa tekið hart á íslamistum í landinu frá því að Mohammed Morsi var steypt af stóli forseta í júlí 2013.

Morsi er félagi í Bræðralagi múslima sem var við völd í landinu fyrir byltingu en hefur nú verið bannað af nýjum yfirvöldum og  úrskurðað hryðjuverkasamtök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×