Miðjarðarhaf: Þetta hefur gerst síðustu daga Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2015 13:03 Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandaði við grísku eyjuna Rhódos í gær. Vísir/AFP Um 800 flóttamenn létu lífið þegar illa búinn og ofhlaðinn bátur sökk undan strönd Líbíu á sunnudaginn. Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga og hefur sænska ríkissjónvarpið tekið saman það helsta sem gerst hefur síðustu daga.19. apríl: Veiðibátur með mikinn fjölda flóttamanna sekkur í líbískri landhelgi, um 210 kílómetrum frá ítölsku eynni Lampedusa. Rúmlega 800 manns voru um borð og einungis tekst að bjarga lífi 27. Að sögn hvolfdi báturinn eftir að fólk um borð flykktist yfir á aðra hlið bátsins þegar portúgalskt skip nálgaðist bátinn.19. apríl: Rúmlega tuttugu skip og fjöldi þyrla taka þátt í björgunaraðgerðum.20. apríl: Fyrstu lík hinna látnu eru flutt til maltnesku höfuðborgarinnar Valetta. Nokkrir þeirra sem lifðu slysið af segja mikinn fjölda flóttamannanna hafa verið læstan inni í vörugeymslu bátsins. Einnig á að hafa verið mikill fjöldi barna um borð.20. apríl: Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB funda í Lúxemborg til að ræða hvernig bregðast skuli við ástandinu. Ráðherrarnir kynna nýja viðbragðsáætlun í tíu liðum. Ítalskir fjölmiðlar greina jafnframt frá því að til standi að tvöfalda framlög til málaflokksins.20. apríl: Lögregla á Ítalíu handtekur 24 manns í Palermo á Sikiley vegna gruns um aðild að alþjóðlegu neti sem hagnast á smygli á flóttafólki. Hinir handteknu eru taldir tengjast bátnum sem sökk á sunnudag.20. apríl: Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandar við grísku eyjuna Rhódos. Báturinn sigldi frá Tyrklandi með 83 um borð. Að minnsta kosti þrír létust, þar af eitt barn.20. apríl: Neyðarboð berast frá tveimur bátum til viðbótar. Forsætisráðherra Ítalíu segir málið annars vegar snúast um flota gúmmíbáta með milli 100 og 150 manns um borð um 300 kílómetrum norður af Líbíu og hins vegar stærri bát með um 300 manns um borð. Að sögn Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar létust tuttugu manns um borð í stærri bátnum.20. apríl: Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðar til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB til að ræða ástandið í Miðjarðarhafi. Fundurinn fer fram í Brussel á fimmtudaginn kemur.21. apríl: Lögregla handtekur skipstjórann og annan mann í áhöfn bátsins sem hvolfdi á sunnudaginn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna staðfestir að rúmlega 800 manns hafi látist.21. apríl: Fulltrúar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar ræða við þá 27 sem lifðu af slysið á sunnudaginn. Þeir sem lifðu af eru frá Malí, Gambíu, Senegal, Sómalíu, Erítreu og Bangladess. Þeir hafa verið fluttir í miðstöð fyrir flóttamenn og hlúð er að einum á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Catania á Sikiley. Flóttamenn Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Um 800 flóttamenn létu lífið þegar illa búinn og ofhlaðinn bátur sökk undan strönd Líbíu á sunnudaginn. Málefni flóttafólks sem reynir að koma sér til Evrópu um Miðjarðarhaf hafa mikið verið rædd síðustu daga og hefur sænska ríkissjónvarpið tekið saman það helsta sem gerst hefur síðustu daga.19. apríl: Veiðibátur með mikinn fjölda flóttamanna sekkur í líbískri landhelgi, um 210 kílómetrum frá ítölsku eynni Lampedusa. Rúmlega 800 manns voru um borð og einungis tekst að bjarga lífi 27. Að sögn hvolfdi báturinn eftir að fólk um borð flykktist yfir á aðra hlið bátsins þegar portúgalskt skip nálgaðist bátinn.19. apríl: Rúmlega tuttugu skip og fjöldi þyrla taka þátt í björgunaraðgerðum.20. apríl: Fyrstu lík hinna látnu eru flutt til maltnesku höfuðborgarinnar Valetta. Nokkrir þeirra sem lifðu slysið af segja mikinn fjölda flóttamannanna hafa verið læstan inni í vörugeymslu bátsins. Einnig á að hafa verið mikill fjöldi barna um borð.20. apríl: Utanríkisráðherrar aðildarríkja ESB funda í Lúxemborg til að ræða hvernig bregðast skuli við ástandinu. Ráðherrarnir kynna nýja viðbragðsáætlun í tíu liðum. Ítalskir fjölmiðlar greina jafnframt frá því að til standi að tvöfalda framlög til málaflokksins.20. apríl: Lögregla á Ítalíu handtekur 24 manns í Palermo á Sikiley vegna gruns um aðild að alþjóðlegu neti sem hagnast á smygli á flóttafólki. Hinir handteknu eru taldir tengjast bátnum sem sökk á sunnudag.20. apríl: Bátur með fjölda flóttamanna um borð strandar við grísku eyjuna Rhódos. Báturinn sigldi frá Tyrklandi með 83 um borð. Að minnsta kosti þrír létust, þar af eitt barn.20. apríl: Neyðarboð berast frá tveimur bátum til viðbótar. Forsætisráðherra Ítalíu segir málið annars vegar snúast um flota gúmmíbáta með milli 100 og 150 manns um borð um 300 kílómetrum norður af Líbíu og hins vegar stærri bát með um 300 manns um borð. Að sögn Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar létust tuttugu manns um borð í stærri bátnum.20. apríl: Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, boðar til neyðarfundar hjá leiðtogum aðildarríkja ESB til að ræða ástandið í Miðjarðarhafi. Fundurinn fer fram í Brussel á fimmtudaginn kemur.21. apríl: Lögregla handtekur skipstjórann og annan mann í áhöfn bátsins sem hvolfdi á sunnudaginn. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna staðfestir að rúmlega 800 manns hafi látist.21. apríl: Fulltrúar Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaflóttamannastofnunarinnar ræða við þá 27 sem lifðu af slysið á sunnudaginn. Þeir sem lifðu af eru frá Malí, Gambíu, Senegal, Sómalíu, Erítreu og Bangladess. Þeir hafa verið fluttir í miðstöð fyrir flóttamenn og hlúð er að einum á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Catania á Sikiley.
Flóttamenn Tengdar fréttir Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Kefst aðgerða frá ESB Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, krefst þess að Evrópusambandið leggi meira af mörkum á Miðjarðarhafi þar sem flóttamannavandinn frá Líbýu er nú meiri en nokkru sinni fyrr. 20. apríl 2015 07:31
Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13
Miðjarðarhaf: Tugir látnir eftir að bátur sökk Neyðarboð barst í morgun frá báti í Miðjarðarhafi með um þrjú hundruð flóttamenn um borð. 20. apríl 2015 11:27
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57
Miðjarðarhaf: Tíu punkta viðbragðsáætlun ESB Ráðherrar aðildarríkja ESB komu saman til fundar eftir að um 800 manns drukknuðu eftir að bátur þeirra sökk undan strönd Líbíu um helgina. 21. apríl 2015 10:32