Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Heimir Már Pétursson skrifar 19. apríl 2015 21:13 Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar. Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Talið er að allt að 700 manns hafi farist þegar báti flóttamanna frá Líbíu hvolfdi við strendur landsins síðast liðna nótt. Hollande Frakklandsforseti fór í dag fram á ráðherrafund innan Evrópusambandsins um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi, þar sem fimmtán hundruð flóttamenn hafa farist á árinu. Mikill straumur flóttafólks hefur verið frá Líbíu frá því Mohammar Gaddafi fyrrverandi leiðtogi landsins var tekinn af lífi. Fiskibáti með rúmlega 700 manns innanborðs hvolfdi úti fyrir ströndum landsins í nótt en ítölsku strandgæslunni hefur tekist að bjarga 28 manns og tuttugu og fjögur lík hafa fundist í sjónum. Francois Hollande forseti Frakklands hefur farið fram á leiðtogafund innan Evrópusambandsins um flóttamannavandann frá Afríku til Evrópu. „Ég hef ekki frekari upplýsingar um þetta slys í smáatriðum en ég get staðfest að þetta er mannskæðasta sjóslys flóttamanna á Miðjarðarhafi á seinni árum. Þetta slys er hræðilegt, en það áttu sér líka stað harmleikir í síðustu viku sem kostuðu 400 manns lífið. Þannig að tölur um mannfall hafa farið stighækkandi það sem af er árinu. Á síðasta ári fórust fjögur þúsund flóttamenn á Miðjarðarhafi,“ sagði Hollande í viðtali við Stöð 2 franska sjónvarpsins. Varðskipið Týr hefur tekið þátt í björgun hundruð flóttamanna frá Líbíu á Miðjarðarhafi undanfarnar vikur en skipið hefur ekki komið að leit og björgun vegna slyssins sem varð í nótt. Að minnsta kosti 1.500 flóttamenn hafa látið lífið á þessu ári í tilraunum sínum til að komast til Evrópu. Segja má að allt sem flýtur sé notað við flóttann til Evrópu, sem er ekki einskorðaður við Líbani því fólkið kemur víðs vegar að í Afríku. Oman var einn fjölmargra sem bjargað var á Miðjarðarhafi og kom með björgunarskipi til Sikileyjar á föstudag. „Við vorum þrjá daga í sjónum áður en okkur var bjargað. Björgunin dróst mjög á langinn frá því okkur var sagt að hún væri á leiðinni. Við þjáðumst mikið í sjónum. Við reyndum ítrekað að hringja úr farsíma þar til innistæðan var búin. Það voru engin björgunarvesti um borð í bátnum okkar, þannig að áhættan var mikil,“ sagði Oman við komuna ti Sikileyjar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Líkur á að fleiri finnist á lífi hverfandi Tuttugu og átta hefur verið bjargað í Miðjarðarhafi í dag eftir að bát hvolfdi í Miðjarðarhafinu skömmu eftir miðnætti. 19. apríl 2015 18:09
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07