Erlent

Við öllu búin í Baltimore

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá mótmælunum í dag.
Frá mótmælunum í dag. vísir/afp
Yfirvöld í Baltimore í Bandaríkjunum búast við einhverjum óeirðum í kvöld og nótt en segjast við öllu búin. Þúsundir þjóðvarðliða standa nú vörð um götur borgarinnar og er viðbúnaðurinn gríðarlegur. Mótmælin hófust klukkan 19 að íslenskum tíma og hafa enn sem komið er farið friðsamlega fram. 

Eyðileggingin sem blasti við íbúum Baltimore í morgun var algjör. Fjöldi íbúa tók sig því saman, fóru út með ruslapoka og sópuðu götur borgarinnar. Þá sýndu þau jafnframt samstöðu með því að mynda eins konar vegg til að koma í veg fyrir að óeirðaseggir yrðu til vandræða.

Útgöngubann í gildi út vikuna

Íbúum er skylt að halda sig innandyra frá tíu á kvöldin til fimm á morgnanna vegna útgöngubanns sem sett var á í gær og verður í gildi út vikuna. Verslanir, söfn og allar helstu stofnanir hafa því verið lokaðar í allan dag. Hafnaboltavellinum var jafnframt lokað ásamt því að hafnaboltaliðið, Baltimore Orioles, frestaði heimaleik dagsins. Leikurinn fer þó fram á morgun.

Forsetinn fordæmir átökin og fyrirskipar rannsókn

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sagði í ávarpi sínu í dag að dauði hins 25 ára Freddie Gray yrði rannsakaður. Hann fordæmdi jafnframt átökin í gær og sagði þá sem í þeim tóku þátt yrðu sóttir til saka. 235 voru handteknir í gær, þar af 34 ungmenni. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×