Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2015 14:56 Páll Halldórsson, formaður BHM. Vísir/Stefán Allt stefnir í verkföll næstkomandi þriðjudag hjá fjölmörgum félagsmönnum BHM en samninganefndir félagsins og ríkisins funduðu í morgun hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHM, miðaði ekkert í kjaraviðræðunum á fundinum. „Við erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir að reyna ekki að leysa úr þessari deilu. Það er staðreynd að það mun bresta á með verkföllum í næstu viku og okkur finnst undarlegt að menn séu ekki á fullu að reyna að leysa úr áður en til þessa kemur,“ segir Páll. Hann segir að ríkið sé ekki tilbúið til að setjast niður yfir páskana og vinna að lausn deilunnar en samningamenn BHM séu tilbúnir í það. „Þeir vilja hins vegar ekki setjast aftur niður fyrr en í næstu viku, eftir að verkfall er hafið. Ríkið er í raun og veru ekki tilbúið til að ræða málin og okkur finnst það mjög alvarleg staða.“Lægstu laun ná ekki 300.000 krónum Kröfur BHM eru þær að háskólamenntun verði metin almennilega til launa. „Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“ Þá er deilt um lögmæti nokkurra boðaðra verkfalla og hefur ríkið stefnt nokkrum stéttarfélögum innan BHM. Um er að ræða Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringarsviði, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll segir að munnlegur málflutningur í þessum málum hafi farið fram í morgun og að niðurstaða muni liggja fyrir á mánudaginn, annan í páskum. Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Allt stefnir í verkföll næstkomandi þriðjudag hjá fjölmörgum félagsmönnum BHM en samninganefndir félagsins og ríkisins funduðu í morgun hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHM, miðaði ekkert í kjaraviðræðunum á fundinum. „Við erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir að reyna ekki að leysa úr þessari deilu. Það er staðreynd að það mun bresta á með verkföllum í næstu viku og okkur finnst undarlegt að menn séu ekki á fullu að reyna að leysa úr áður en til þessa kemur,“ segir Páll. Hann segir að ríkið sé ekki tilbúið til að setjast niður yfir páskana og vinna að lausn deilunnar en samningamenn BHM séu tilbúnir í það. „Þeir vilja hins vegar ekki setjast aftur niður fyrr en í næstu viku, eftir að verkfall er hafið. Ríkið er í raun og veru ekki tilbúið til að ræða málin og okkur finnst það mjög alvarleg staða.“Lægstu laun ná ekki 300.000 krónum Kröfur BHM eru þær að háskólamenntun verði metin almennilega til launa. „Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“ Þá er deilt um lögmæti nokkurra boðaðra verkfalla og hefur ríkið stefnt nokkrum stéttarfélögum innan BHM. Um er að ræða Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringarsviði, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll segir að munnlegur málflutningur í þessum málum hafi farið fram í morgun og að niðurstaða muni liggja fyrir á mánudaginn, annan í páskum.
Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30
Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00
Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00
Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45
Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14