Verkfallshrina að skella á: „Erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. apríl 2015 14:56 Páll Halldórsson, formaður BHM. Vísir/Stefán Allt stefnir í verkföll næstkomandi þriðjudag hjá fjölmörgum félagsmönnum BHM en samninganefndir félagsins og ríkisins funduðu í morgun hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHM, miðaði ekkert í kjaraviðræðunum á fundinum. „Við erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir að reyna ekki að leysa úr þessari deilu. Það er staðreynd að það mun bresta á með verkföllum í næstu viku og okkur finnst undarlegt að menn séu ekki á fullu að reyna að leysa úr áður en til þessa kemur,“ segir Páll. Hann segir að ríkið sé ekki tilbúið til að setjast niður yfir páskana og vinna að lausn deilunnar en samningamenn BHM séu tilbúnir í það. „Þeir vilja hins vegar ekki setjast aftur niður fyrr en í næstu viku, eftir að verkfall er hafið. Ríkið er í raun og veru ekki tilbúið til að ræða málin og okkur finnst það mjög alvarleg staða.“Lægstu laun ná ekki 300.000 krónum Kröfur BHM eru þær að háskólamenntun verði metin almennilega til launa. „Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“ Þá er deilt um lögmæti nokkurra boðaðra verkfalla og hefur ríkið stefnt nokkrum stéttarfélögum innan BHM. Um er að ræða Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringarsviði, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll segir að munnlegur málflutningur í þessum málum hafi farið fram í morgun og að niðurstaða muni liggja fyrir á mánudaginn, annan í páskum. Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Allt stefnir í verkföll næstkomandi þriðjudag hjá fjölmörgum félagsmönnum BHM en samninganefndir félagsins og ríkisins funduðu í morgun hjá ríkissáttasemjara. Að sögn Páls Halldórssonar, formanns BHM, miðaði ekkert í kjaraviðræðunum á fundinum. „Við erum mjög undrandi á því andvaraleysi sem ríkið sýnir að reyna ekki að leysa úr þessari deilu. Það er staðreynd að það mun bresta á með verkföllum í næstu viku og okkur finnst undarlegt að menn séu ekki á fullu að reyna að leysa úr áður en til þessa kemur,“ segir Páll. Hann segir að ríkið sé ekki tilbúið til að setjast niður yfir páskana og vinna að lausn deilunnar en samningamenn BHM séu tilbúnir í það. „Þeir vilja hins vegar ekki setjast aftur niður fyrr en í næstu viku, eftir að verkfall er hafið. Ríkið er í raun og veru ekki tilbúið til að ræða málin og okkur finnst það mjög alvarleg staða.“Lægstu laun ná ekki 300.000 krónum Kröfur BHM eru þær að háskólamenntun verði metin almennilega til launa. „Við sjáum það að nú eru menn að leggja fram kröfur um það að fólk sem hefur ekki fjárfest í neinni menntun fái 300.000 krónur í laun á mánuði. Okkar lægstu laun ná ekki þeirri tölu núna þannig að það er mikið að vinna. Við getum alveg ímyndað okkur að það væri verkefni sem tæki tíma að ná í gegn. Fyrst og fremst viljum við fá viðurkennt að menntun sé metin til launa.“ Þá er deilt um lögmæti nokkurra boðaðra verkfalla og hefur ríkið stefnt nokkrum stéttarfélögum innan BHM. Um er að ræða Stéttarfélag háskólamenntaðra starfsmanna á matvæla- og næringarsviði, Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Ljósmæðrafélag Íslands, Stéttarfélag lögfræðinga og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Páll segir að munnlegur málflutningur í þessum málum hafi farið fram í morgun og að niðurstaða muni liggja fyrir á mánudaginn, annan í páskum.
Tengdar fréttir Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30 Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03 BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29 Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00 Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00 Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45 Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Ríkið boðar lögsókn verði af verkföllunum Fjármálaráðuneytið segir verkfallsboðun fimm aðildarfélaga BHM ólöglega án þess að skoða gögnin: 27. mars 2015 07:30
Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks BHM boðar til verkfallsaðgerða frá og með 7. apríl, þremur dögum áður en verkfallsaðgerðir Starfsgreinasambandsins hefjast strax eftir páska. 19. mars 2015 20:03
BHM heldur verkfallsboðun til streitu BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. 26. mars 2015 12:29
Námslánin eru að sliga háskólamenn Þriðjungur félagsmanna BHM skuldar fimm milljónir eða meira í námslán. Verkföll eftir páska verði ekki samið. Segja endurgreiðslu námslána rýra kaupmátt. 26. mars 2015 07:00
Skrítið að meirihluti skikki suma í verkfall Félagsdómur tekur á morgun fyrir kæru ríkisins vegna verkfallsboðunar nokkurra aðildarfélaga BHM. Formaður félagsins segir um annars konar mál að ræða en vegna verkfallsboðana SGS. Verkföll háskólamanna hefjist að óbreyttu í næstu viku. 31. mars 2015 07:00
Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. 23. mars 2015 18:45
Kæra ríkisins raskar ekki þunga aðgerða BHM Líklegt að ríkið kæri verkfallsboðun 5 af 18 félögum BHM sem samþykkt hafa verkfallsaðgerðir strax eftir páska. 27. mars 2015 13:14