Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 20:03 Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira