Krefjast þess að laun endurspegli menntun fólks Heimir Már Pétursson skrifar 19. mars 2015 20:03 Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira
Mikill meirihluti sautján aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samþykkti að hefja verkfallsaðgerðir strax eftir páska. Formaður félagsins segir bandalagið krefjast þess að menntun borgi sig og horft verði til þeirra samninga sem meðal annars hafi gefið flugmönnum og læknum tugi prósenta í launahækkun. „Fyrstu verkfallsaðgerðir Bandalags háskólamanna (BHM) hefjast þriðjudaginn 7. apríl. Aðeins þremur dögum seinna hefjast síðan verkfallsaðgerðir 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins. Aðgerðir Starfsgreinasambandsins munu hafa mikil áhrif á landsbyggðinni en aðgerðir BHM munu trufla og jafnvel stöðva ýmsa starfsemi um allt land. Formaður bandalagsins segir komið að endastöð við samningaborðið eftir nánast stöðugar viðræður frá því í fyrra vetur með vopnahléssamningi sem gerður var upp á 2,8 prósent síðast liðið vor. „Og núna hefur það eitt breyst að það sem voru 2,8 prósent í fyrra eru 3,5 prósent eða allt að því. Það er eitthvað sem við sættum okkur ekki við og við teljum að nægi ekki til þess að ná upp þeim launum að menntun sé metin til launa á íslandi,“ segir Páll Halldórsson formaður BHM. Um 80 prósent þeirra félagsmanna í 17 mismunandi aðildarfélögum sem greiddu atkvæði um verkfallsaðgerðir samþykktu þær. Páll segir þetta skýrt umboð enda alveg ljóst að til að ná fram raunverulegum launahækkunum þurfi félögin að beita sér. „Og það hefur nú komið fram upp á síðkastið að ríkið hefur verið tilbúið til að leysa deilur. Þó reyndar aldrei fyrr en eftir einhver átök sem er í raun mjög frumstæð aðkoma að svona hlutum. En þeir hafa alla vega verið tilbúnir til að leysa deilur,“ segir Páll. Vonandi gerist það áður en verkföll skelli á. Lengd samningstímans fari eftir innihaldi samninga. „Það hafa verið samningar bæði við lækna og flugmenn og ýmsa aðila. Við teljum fulla ástæðu til þess að okkar laun séu að breytast í takt við það sem þar er að gerast,“ segir Páll Halldórsson. Verkföll BHM verða með eftirfarandi hætti: Verkföllin munu taka til fimm ríkisstofnana og hefjast 7. og 20. apríl. Að auki munu allir félagsmenn BHM hjá ríkinu fara í hálfsdags verkfall þann 9. apríl. Verkföll hefjast 7. apríl (misjafnar útfærslur): - LSH-ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga). - FAS -ljósmæður í ótímabundið verkfall frá 7. apríl (alla mánudaga og fimmtudaga). - Allir geislafræðingar í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Allir lífeindafræðingar í ótímabundið verkfall alla virka daga frá kl.8.00-1200 (mán,þrið,miðv, fimmtud og föst). - FÍN á LSH í ótímabundið verkfall frá 7. apríl - Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu – (SL) í ótímabundið verkfall frá 7. apríl Verkföll hefjast 20. apríl (misjafnar útfærslur): - Matvælastofnun – (FÍN –SHMN-DÍ) ótímabundið verkfall frá 20. apríl - Fjársýslan –FHSS tímabundið verkfall frá 20. apríl 2015 til kl. 24:00 föstudaginn 8. maí 2015. - Allir dýralæknar ótímabundið ótímabundið verkfall frá 20. apríl
Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Sjá meira