Fjórtán þúsund launþegar á leið í verkfall Höskuldur Kári Schram skrifar 23. mars 2015 18:45 Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stefna í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst í morgun og lýkur í lok þessa mánaðar. Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins segir allt benda til þess að verkfall verði samþykkt. „Allar okkar mælingar og allir þeir fundir sem hafa verið haldnir bera það með sér að verkfall verði samþykkt,“ segir Drífa. Í heild hafa 35 verkalýðsfélög boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif helstu stofnanir og vinnustaði samfélagsins. Aðgerðirnar munu meðal annars hafa áhrif starfsemi Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, fiskvinnslustöðva, á sláturhús og kjötvinnslur, ræstingarfyrirtæki, ferðaþjónustu- og verktakafyrirtæki. Á fimmtudag hefjast aðgerðir hjá félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins hjá Ríkisútvarpinu og standa með hléum til 23. apríl en þá hefst ótímabundið verkfall. Sjöunda apríl hefjast svo verkfallsaðgerðir hjá nokkrum félögum innan BHM þar á meðal hjá geislafræðingum og hjá Ljósmæðrafélagi Íslands. Þann 9. apríl leggja þrjú þúsund félagsmenn í átján aðildarfélögum niður störf eftir hádegi. Daginn eftir, eða 10. apríl, eiga svo verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins að hefjast en þær ná til 10 þúsund félagsmanna. Öll þessi félög hafa boðað tímabundnar eða ótímabundnar verkfallsaðgerðir út aprílmánuð og fram í maí. Drífa segir allt stefna í mikil átök á vinnumarkaði. „Við höfum ekki boðað til svona aðgerða á almennum vinnumarkaði í áratugi. Svo er háskólasamfélagið farið af stað líka þannig að það eru harðir mánuðir framundan,“ segir Drífa. Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Um fjórtán þúsund félagsmenn í 35 verkalýðsfélögum hafa boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og mánuðum. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stefna í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi. Atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins hófst í morgun og lýkur í lok þessa mánaðar. Drífa Snædal framkvæmdastjóri sambandsins segir allt benda til þess að verkfall verði samþykkt. „Allar okkar mælingar og allir þeir fundir sem hafa verið haldnir bera það með sér að verkfall verði samþykkt,“ segir Drífa. Í heild hafa 35 verkalýðsfélög boðað verkfallsaðgerðir á næstu vikum og munu aðgerðirnar hafa veruleg áhrif helstu stofnanir og vinnustaði samfélagsins. Aðgerðirnar munu meðal annars hafa áhrif starfsemi Landspítalans, Sjúkrahússins á Akureyri, fiskvinnslustöðva, á sláturhús og kjötvinnslur, ræstingarfyrirtæki, ferðaþjónustu- og verktakafyrirtæki. Á fimmtudag hefjast aðgerðir hjá félagsmönnum Rafiðnaðarsambandsins hjá Ríkisútvarpinu og standa með hléum til 23. apríl en þá hefst ótímabundið verkfall. Sjöunda apríl hefjast svo verkfallsaðgerðir hjá nokkrum félögum innan BHM þar á meðal hjá geislafræðingum og hjá Ljósmæðrafélagi Íslands. Þann 9. apríl leggja þrjú þúsund félagsmenn í átján aðildarfélögum niður störf eftir hádegi. Daginn eftir, eða 10. apríl, eiga svo verkfallsaðgerðir hjá aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins að hefjast en þær ná til 10 þúsund félagsmanna. Öll þessi félög hafa boðað tímabundnar eða ótímabundnar verkfallsaðgerðir út aprílmánuð og fram í maí. Drífa segir allt stefna í mikil átök á vinnumarkaði. „Við höfum ekki boðað til svona aðgerða á almennum vinnumarkaði í áratugi. Svo er háskólasamfélagið farið af stað líka þannig að það eru harðir mánuðir framundan,“ segir Drífa.
Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira