BHM heldur verkfallsboðun til streitu Heimir Már Pétursson skrifar 26. mars 2015 12:29 BHM telur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun hafa verið löglega. Formenn Starfsgreinasambandsins funda um lögmæti sinna aðgerða. Óvissa ríkir um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sextán aðildarfélaga í Starfsgreinasambandinu sem nú stendur yfir, eftir að Félagsdómur dæmdi atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu ólöglega í gær. Ríkið vísaði kjaradeilu þess við BHM til Ríkissaksóknara í morgun. Félagsdómur úrskurðaði í gær að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir starfsmanna Ríkisútvarpsins í annars vegar Félagi tæknifólks og hins vegar Félagi rafeindavirkja væri ólögleg og því varð ekkert af aðgerðum sem hefjast áttu klukkan sex í morgun hjá Ríkisútvarpinu. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert standi í vegi fyrir því að stéttarfélög framselji samningsumboð til landssambanda stéttarfélaga. Slíkt framsal geti hins vegar lögum samkvæmt ekki náð til verkfallsréttar, enda sé hann bundinn við stéttarfélög samkvæmt 14. gr. laga nr. 80 frá árinu 1938. En talið var úr sameiginlegum atkvæðapotti í boðuðum aðgerðum starfsmanna Ríkisútvarpsins. Samtök atvinnulífsins skutu málinu til Félagsdóms en nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir 16 stéttarfélaga sem eiga aðild að Starfsgreinasambandinu. Atkvæðagreiðslan hófst sl mánudag og á að ljúka að kveldi 30 mars og aðgerðir eiga að hefjast hinn 10 apríl samþiggi félagsmenn þessara félaga það. Nú ríkir óvissa um lögmæti þessarar atkvæðagreiðslu og ætla formenn stéttarfélaganna að funda um málið klukkan eitt. Samninganefndir ríkisins og Bandalags háskólamanna funduðu hjá ríkissáttasemjara í morgun þar sem ríkið vísaði deilunni til ríkissáttasemjara. Ása Sigríður Þórisdóttir upplýsingafulltrúi BHM segir að hinn 20. mars sl. hafi Kjara- og mannauðssýsla ríkisins óskað eftir afriti af atkvæðaseðli, og eftir atvikum fylgigögnum, þeirra félaga BHM sem tóku þátt í verkfallskosningu dagana 16-19 mars sl. auk skýringa á því með hvaða hætti atkvæðagreiðslan fór fram. Ása Sigríður segir engan vafa ríkja um lögmæti atkvæðagreiðslu BHM um verkfallsaðgerðir. „Nei, ekki í okkar huga. Við lítum svo á að þetta sé lögmæt atkvæðagreiðsla og standi og sé gild.,“ segir hún. Það hafi verið vel sundurgreinanlegt hvernig einstök félög greiddu atkvæði þar sem kjörsókn var yfir 80 prósent og um 80 prósent samþykkti aðgerðir. Boðun aðgerða BHM standi því. „Já, BHMP félagar sem starfa hjá ríkinu eru á leið í verkfall eftir páska,“ sagði Ása Sigríður Þórisdóttir. Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Óvissa ríkir um lögmæti atkvæðagreiðslu um verkfall sextán aðildarfélaga í Starfsgreinasambandinu sem nú stendur yfir, eftir að Félagsdómur dæmdi atkvæðagreiðslu um verkfall starfsmanna hjá Ríkisútvarpinu ólöglega í gær. Ríkið vísaði kjaradeilu þess við BHM til Ríkissaksóknara í morgun. Félagsdómur úrskurðaði í gær að atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir starfsmanna Ríkisútvarpsins í annars vegar Félagi tæknifólks og hins vegar Félagi rafeindavirkja væri ólögleg og því varð ekkert af aðgerðum sem hefjast áttu klukkan sex í morgun hjá Ríkisútvarpinu. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert standi í vegi fyrir því að stéttarfélög framselji samningsumboð til landssambanda stéttarfélaga. Slíkt framsal geti hins vegar lögum samkvæmt ekki náð til verkfallsréttar, enda sé hann bundinn við stéttarfélög samkvæmt 14. gr. laga nr. 80 frá árinu 1938. En talið var úr sameiginlegum atkvæðapotti í boðuðum aðgerðum starfsmanna Ríkisútvarpsins. Samtök atvinnulífsins skutu málinu til Félagsdóms en nú stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfallsaðgerðir 16 stéttarfélaga sem eiga aðild að Starfsgreinasambandinu. Atkvæðagreiðslan hófst sl mánudag og á að ljúka að kveldi 30 mars og aðgerðir eiga að hefjast hinn 10 apríl samþiggi félagsmenn þessara félaga það. Nú ríkir óvissa um lögmæti þessarar atkvæðagreiðslu og ætla formenn stéttarfélaganna að funda um málið klukkan eitt. Samninganefndir ríkisins og Bandalags háskólamanna funduðu hjá ríkissáttasemjara í morgun þar sem ríkið vísaði deilunni til ríkissáttasemjara. Ása Sigríður Þórisdóttir upplýsingafulltrúi BHM segir að hinn 20. mars sl. hafi Kjara- og mannauðssýsla ríkisins óskað eftir afriti af atkvæðaseðli, og eftir atvikum fylgigögnum, þeirra félaga BHM sem tóku þátt í verkfallskosningu dagana 16-19 mars sl. auk skýringa á því með hvaða hætti atkvæðagreiðslan fór fram. Ása Sigríður segir engan vafa ríkja um lögmæti atkvæðagreiðslu BHM um verkfallsaðgerðir. „Nei, ekki í okkar huga. Við lítum svo á að þetta sé lögmæt atkvæðagreiðsla og standi og sé gild.,“ segir hún. Það hafi verið vel sundurgreinanlegt hvernig einstök félög greiddu atkvæði þar sem kjörsókn var yfir 80 prósent og um 80 prósent samþykkti aðgerðir. Boðun aðgerða BHM standi því. „Já, BHMP félagar sem starfa hjá ríkinu eru á leið í verkfall eftir páska,“ sagði Ása Sigríður Þórisdóttir.
Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira