Erlent

ISIS-liðar hraktir úr flóttamannabúðunum í Damaskus

Atli Ísleifsson skrifar
Um 18 þúsund Palestínumenn dvelja í búðunum, þar af 3.500 börn.
Um 18 þúsund Palestínumenn dvelja í búðunum, þar af 3.500 börn. Vísir/AFP
Palestínumenn hafa hrakið liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS út úr Yarmouk flóttamannabúðunum suður af sýrlensku höfuðborginni Damaskus. Sýrlenskir stjórnarhermenn börðust við hlið Palestínumanna.

Liðsmenn ISIS hófu sókn inn í búðirnar í gær og náðu stórum hlutum þeirra á sitt vald. Um 18 þúsund Palestínumenn dvelja í búðunum, þar af 3.500 börn.

Margir höfðu lýst yfir áhyggjum af því hvernig farið yrði með flóttamennina í búðunum, auk þess að ISIS-liðar hafi sótt svo nærri sýrlensku höfuðborginni.

Anwar Abd al-Hadi, talsmaður frelsishreyfingar Palestínumanna PLO, segir að tekist hafi að þrýsta liðsmönnum ISIS að jaðri búðanna og að sex manns hið minnsta hafi fallið í átökunum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×