Erlent

Fundu lík fleiri hundruð írakskra hermanna í Tikrit

Atli Ísleifsson skrifar
Búist er við að lík allt að 1.700 manna sé að finna í fjöldagröfunum.
Búist er við að lík allt að 1.700 manna sé að finna í fjöldagröfunum. Vísir/AFP
Írakskir hermenn hafa fundið tólf fjöldagrafir í borginni Tikrit. Talið er að í þeim sé að finna lík fleiri hundruð írakskra hermanna sem féllu fyrir hendi liðsmanna hryðjuverkasamtakanna ISIS.

Stjórnvöld í Írak greindu frá því í síðustu viku að stjórnarher landsins hafi aftur náð yfirráðum í Tikrit en ISIS-liðar náðu borginni á sitt vald í júní síðastliðinn.

Í frétt Reuters segir að búist sé við að lík allt að 1.700 manna sé að finna í fjöldagröfunum.

Hryðjuverkasamtökin höfðu áður greint frá því að þau höfðu drepið fleiri hundruð írakskra hermanna í fyrrverandi herstöð Bandaríkjahers, Camp Speicher, og við eina af höllum fyrrum einræðisherrans Saddams Hussein.

Síðasta sumar var höllin notuð sem höfuðstöðvar ISIS á þessum slóðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×