Ríkið skilar auðu í viðræðum við háskólamenn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 7. apríl 2015 19:29 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun. Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun.
Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Sjá meira
Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23
Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43
Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00
Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52