Ríkið skilar auðu í viðræðum við háskólamenn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 7. apríl 2015 19:29 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun. Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun.
Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23
Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43
Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00
Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52