Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2015 11:23 Blóðsöfnun Blóðbankans verður einungis um þriðjungur af því sem er á venjulegum degi vegna verkfalls náttúrufræðinga og lífeindafræðinga. Vísir/Hari Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að starfsemi bankans sé í lágmarki vegna verkfallsins. Þar séu vanalega 20 náttúrufræðingar að störfum en í dag séu þeir aðeins fjórir auk þess sem tveir lífeindafræðingar sem starfa í bankanum leggja niður störf fyrir hádegi. „Við sinnum einungis bráðaþjónustu núna í verkfalli en það þýðir að við afgreiðum blóð til allra sem að þess þurfa,“ segir Sveinn. Hann segir mikið hafa farið af blóðflögum frá bankanum nú um páskana. Það sé í sjálfu sér ekki óvenjuleg staða en verkfallið gerir bankanum erfiðara fyrir en ella að bregðast við.Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Vísir/ValliKalla ekki inn mikið af blóðgjöfum Aðspurður hvort blóðsöfnun sé í bankanum þá daga sem verkfall stendur yfir segir Sveinn: „Við munum ekki kalla inn mikið af blóðgjöfum en munum þó gæta þess á hverjum tíma að eiga nóg af blóðhlutabirgðum. Við vitum á þessari stundu ekki hversu marga gjafa við þurfum á hverjum degi til að eiga nægar birgðir en við áætlum að í stað þess að safna úr 30-70 blóðgjöfum á dag þá séum við að safna úr svona 10-20 manns.“ Blóðsöfnun verður því einungis um þriðjungur af því sem er á venjulegum degi en Sveinn ítrekar þó að bankinn geti brugðist við neyðartilvikum. „Það má segja að sumt af þessu svipar til þess sem gerist á sumrin þegar margt í starfsemi spítalans liggur niðri vegna sumarleyfa. Þá erum við oft með minni innkomu blóðgjafa en það sem skiptir máli í verkfalli eins og þessu er að geta brugðist við öllu hinu óvænta. Ef að svo er að þá getur Blóðbankinn kallað inn starfsfólk með engum fyrirvara og fengið undanþágur.“ Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir að starfsemi bankans sé í lágmarki vegna verkfallsins. Þar séu vanalega 20 náttúrufræðingar að störfum en í dag séu þeir aðeins fjórir auk þess sem tveir lífeindafræðingar sem starfa í bankanum leggja niður störf fyrir hádegi. „Við sinnum einungis bráðaþjónustu núna í verkfalli en það þýðir að við afgreiðum blóð til allra sem að þess þurfa,“ segir Sveinn. Hann segir mikið hafa farið af blóðflögum frá bankanum nú um páskana. Það sé í sjálfu sér ekki óvenjuleg staða en verkfallið gerir bankanum erfiðara fyrir en ella að bregðast við.Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans. Vísir/ValliKalla ekki inn mikið af blóðgjöfum Aðspurður hvort blóðsöfnun sé í bankanum þá daga sem verkfall stendur yfir segir Sveinn: „Við munum ekki kalla inn mikið af blóðgjöfum en munum þó gæta þess á hverjum tíma að eiga nóg af blóðhlutabirgðum. Við vitum á þessari stundu ekki hversu marga gjafa við þurfum á hverjum degi til að eiga nægar birgðir en við áætlum að í stað þess að safna úr 30-70 blóðgjöfum á dag þá séum við að safna úr svona 10-20 manns.“ Blóðsöfnun verður því einungis um þriðjungur af því sem er á venjulegum degi en Sveinn ítrekar þó að bankinn geti brugðist við neyðartilvikum. „Það má segja að sumt af þessu svipar til þess sem gerist á sumrin þegar margt í starfsemi spítalans liggur niðri vegna sumarleyfa. Þá erum við oft með minni innkomu blóðgjafa en það sem skiptir máli í verkfalli eins og þessu er að geta brugðist við öllu hinu óvænta. Ef að svo er að þá getur Blóðbankinn kallað inn starfsfólk með engum fyrirvara og fengið undanþágur.“
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira