Ríkið skilar auðu í viðræðum við háskólamenn Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 7. apríl 2015 19:29 Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun. Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Magnús Pétursson ríkissáttasemjari segir að ekki þýði að boða til funda ef menn hafa ekki um neitt að tala. BHM hefur kallað fundahlé í deilunni yfir páskana vítavert ábyrgðarleysi. Guðmundur H. Guðmundsson varaformaður samninganefndar ríkisins sagði í dag að það hefði alfarið verið ákvörðun Magnúsar Péturssonar ríkissáttasemjara að boða enga sáttafundi í deilu ríkisins og BHM í heila viku.Verða að leggja eitthvað af mörkumMagnús Pétursson segir við Stöð 2 að fundað hafi verið í tvígang um deiluna eftir að málið kom á borð sáttasemjara, án framgangs: „Þegar við skildum hér, miðvikudaginn fyrir páska, var ríkið ekki tilbúið að leggja neitt af mörkum til málsins,“ segir Magnús og bætir við að það þýði lítið að halda fundi ef menn séu ekki tilbúnir að leggja neitt til. Magnús er einnig fyrrverandi forstjóri Landspítalans og þekkir málið því betur en margir. „Ég hef einhverja hugmynd um það, hvað það þýðir á Landspítalanum þegar geislafræðingar og fleiri fara í verkfall. Það er grafalvarlegt mál. Til þess að það sé hægt að leysa það, þá þurfa báðir aðilar að vera tilbúnir til að sveigja af kröfum og leggja eitthvað fram til að mæta kröfum.“Mikill hugur í verkfallsfólkiHalla Þorvaldsdóttir varaformaður BHM segir að mikill hugur sé í verkfallsfólki. Það sé hinsvegar óviðunandi staða að standa í svona aðgerðum árið 2015. Það sé hrikalegt og valdi miklu hugarangri og áhyggjum. Fjöldi fólks var mættur í verkfallsmiðstöð BHM í morgun, á fyrsta degi verkfallsins. Samningafundur í deilunni hefst aftur eftir hádegi á morgun, en vika er frá síðsta fundi. Aðildarfélög BHM standa saman í aðgerðunum og þær eru greiddar af öllum verkfallsjóðum aðildarfélaganna. Launatap félagsmanna verður því með minnsta móti. Halla segir að samningar í fyrra hafi verið vopnahléssamningur og öllum hafi verið ljóst að ástandið yrðu alvarlegt ef ekki kæmi meira til í viðræðunum núna. Samninganefnd ríkisins hafi hingað til ekkert boðið sem máli skiptir að mati BHM, einungis 3,5 prósent hækkun. Það sé mjög langt frá því sem þurfi til að ná samningum. Vonast sé til að það rætist úr á samningafundinum á morgun.
Tengdar fréttir Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23 Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43 Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37 Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00 Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Starfsemi Blóðbankans í lágmarki vegna verkfalls Hundruð félagsmanna BHM eru í verkfalli í dag og gætir áhrifa þess víða, meðal annars á heilbrigðisstofnunum landsins sem og í Blóðbankanum. 7. apríl 2015 11:23
Fresta hefur þurft skurðaðgerðum vegna verkfalls Fresta þurfti skurðaðgerðum á Landspítalanum í morgun vegna verkfallsaðgerða félagsmanna BHM. Starfandi forstjóri spítalans segir áhrifa verkfallsaðgerðanna gæta víða á spítalanum. 7. apríl 2015 13:43
Formaður samninganefndar ríkisins í leyfi Hefur ekki áhrif á framvindu kjaradeilu ríkisins og BHM samkvæmt fjármála-og efnahagsráðuneytinu. 7. apríl 2015 10:37
Enginn fundur um páskana Íslenska ríkið stefndi Bandalagi háskólamanna fyrir Félagsdóm vegna verkfallsboðunar fimm aðildarfélaga 7. apríl 2015 07:00
Mikill hugur í félagsmönnum BHM Mikill hugur er í félagsmönnum BHM sem hófu verkfallsaðgerðir á miðnætti. Þetta segir Páll Halldórsson formaður Bandalags háskólamanna. Fimm hundruð og sextíu félagsmenn BHM lögðu niður störf á miðnætti. 7. apríl 2015 14:52