Erlent

Ætla ekki að undirrita fyrr en refsiaðgerðum verður aflétt

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hassan Roughani, forseti Írans.
Hassan Roughani, forseti Írans. vísir/epa
Íranar ætla ekki að samþykkja endanlegan kjarnorkusamning við stórveldin sex nema öllum refsiaðgerðum verði aflétt samdægurs. Hassan Roughani, forseti Írans, sagði í sjónvarpávarpi sínu í dag að Íranar geti ekki sætt sig við gildandi samning, slíkur samningur yrði að vera öllum aðilum í hag. Bandaríkjamenn hafa þó áður sagt að þeir muni ekki samþykkja slík skilyrði.

Nýundirritaður samningur var til bráðabirgða en hann felur meðal annars í sér að Íranar dragi verulega úr kjarnorkuáætlun sinni og takmarki auðgun úrans og annarra geislavirkra efna sem mögulega væri hægt að nota í kjarnorkuvopn. Í staðinn verður dregið verulega úr alþjóðlegum viðskiptaþvingunum og bönnum gegn Íran sem leikið hafa efnahag landsins grátt árum saman.

Frestur til að ná endanlegu samkomulagi rennur út 30. júní. Íranar, Bandaríkjamenn, Þjóðverjar, Frakkar, Bretar, Rússar og Kínverjar munu því setjast við samningaborðið á næstu dögum til frekari viðræðna.


Tengdar fréttir

Obama kallar eftir stuðningi alþjóðasamfélagsins

Barack Obama gefur lítið fyrir gagnrýni repúblikana og segir nýjan rammasamning góðan. Líta eigi á hann sem sögulegt tækifæri til þess að stöðva hugsanlega útbreiðslu kjarnorkuvopna í Íran.

„Ætlum ekki að svindla“

Forseti Írans segist ætla að hlíta skilmálum kjarnorkusamningsins sem undirritaður var í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×