Erlent

„Ætlum ekki að svindla“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Hassan Rouhani, forseti Írans.
Hassan Rouhani, forseti Írans. vísir/ap
Hassan Rouhani, forseti Írans, segist ætla að virða skilmála rammasamnings um kjarnorkuáætlun landsins, sem undirritaður var í nótt. Viðsemjendurnir verði þó að gera slíkt hið sama.

„Heimurinn verður að fá að vita að við ætlum okkur ekki að svindla,“ sagði Rouhani í ávarpi sínu til þjóðarinnar. „Ef stórveldin ákveða að fara aðra leið þá hefur hefur Íran aðra valkosti,“ bætti hann við.

Utanríkisráðherrar stórveldanna sex og Írana komust að samkomulagi í nótt sem felur í sér að alþjóðlegar viðskiptaþvinganir gegn Íran falla úr gildi gegn því að þarlend yfirvöld heiti því að minnka umfang úranvinnslu. Öll kjarnorkuvinnsla Írana verður því undir eftirliti Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar.

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur fordæmt samkomulagið og segir það ógna tilvist Ísraelsríkis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×