Innlent

Þingmenn vilja hlutast til um kjarnorkusamning við Íran

Kjartan Hreinn Njálsson skrifar
Barack Obama stendur í ströngu yfir páskahátíðina en hann er sagður hafa hringt persónulega í nokkra áhrifamikla þingmenn út af málinu.
Barack Obama stendur í ströngu yfir páskahátíðina en hann er sagður hafa hringt persónulega í nokkra áhrifamikla þingmenn út af málinu. Vísir/EPA
Og óhætt er að segja að páskahátíðin hafi verið erilsöm hjá Barack Obama, Bandaríkjaforseta. Síðasta sólarhring eða svo hefur hann freistað þess að tryggja stuðning við samningsdrög um rammasamkomulag um kjarnorkuáætlun Írans.

Repúblikanar og nokkrir demókratar á Bandaríkjaþingi krefjast þess að fá að hlutast til um ákvæði samningsins en hann felur í sér að Íranar dragi verulega úr kjarnorkuáætlun sinni og takmarki auðgun úrans og annara geislavirkra efna sem mögulega væri hægt að nota í kjarnavopn, að því er Guardian greinir frá.

Í staðinn verður dregið verulega úr alþjóðlegum viðskiptaþvingunum og bönnum gegn Íran sem hafa leikið efnahag landsins grátt árum saman.

Obama hefur tjáð þingmönnum að samningurinn gera endanlega út um áhyggjur um mögulega framleiðslu kjarnavopna í Íran og það án þess að til vopna verði gripið.

Fregnir herma að Obama sjálfur hafi haft samband við áhrifamikla þingmenn í dag til að knýja fram samkomulag á þingi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×