Erlent

Uppreisnarmenn leggja undir sig borg í Jemen

Bjarki Ármannsson skrifar
Ástandið í Jemen hefur verið jög óstöðugt síðustu mánuði.
Ástandið í Jemen hefur verið jög óstöðugt síðustu mánuði. Vísir/AFP
Uppreisnarmenn úr röðum Sjía-múslima hafa lagt undir sig hluta Taís, þriðju stærstu borgar Jemen, samkvæmt öryggisyfirvöldum þar í landi. Meðal annars er flugvöllur borgarinnar sagður undir þeirra stjórn.

Ringulreið hefur einkennt jemensk stjórnmál allt frá því að mótmælendur neyddu forsetann Ali Abdullah Saleh til að segja af sér árið 2011. Upp á síðkastið hefur ofbeldi færst í aukana í landinu og hafa liðsmenn ISIS og al-Kaída meðal annars staðið að hryðjuverkaárásum gegn almennum borgurum. Uppreisnarmennirnir í Taís eru svokallaðir hútar og eru þeir taldir hliðhollir Saleh, að því er BBC greinir frá.

Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna kemur saman á neyðarfundi í dag til að ræða ástandið í Jemen. Bandaríkjamenn tilkynntu í gær að þeir munu kalla til baka hersveitir sínar sem staðsettar hafa verið í Jemen vegna hættuástandsins. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×