Erlent

Níu Bretar sagðir starfa fyrir ISIS

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Átta þeirra nemenda sem um ræðir.
Átta þeirra nemenda sem um ræðir. vísir
Talið er að níu breskir læknanemar séu gengnir til liðs við hryðjuverkasamtökin ISIS í Sýrlandi. Nemarnir fóru til Sýrlands í síðustu viku og talið er að þeir muni dveljast á svæðum sem hryðjuverkasamtökin hafa náð yfirráðum yfir, þar sem þeir muni hlúa að hinum særðum. BBC greinir frá. 

Nemarnir eru allir á tvítugsaldri. Þeir létu foreldra sína vita af ferðalaginu í síðustu viku en sögðust myndu vinna sjálfboðastörf í Sýrlandi í borgarastyrjöldinni sem þar ríkir. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan og hafa ættingjar lýst yfir þungum áhyggjum vegna málsins. Þeir gagnrýna stjórnvöld ytra fyrir litla aðstoð og eru nokkrir þeirra nú staddir í Sýrlandi í þeirri von um að hafa uppi á nemunum. Þá segjast þeir ekki skilja hvers vegna svo stórum hópi var leyft að ferðast yfir landamæri Sýrlands og Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×