Erlent

Ætlaði að gera árás í nafni ISIS

Samúel Karl Ólason skrifar
Fjöldi erlendra vígamanna hafa æft og barist með Íslamska ríkinu.
Fjöldi erlendra vígamanna hafa æft og barist með Íslamska ríkinu. Vísir/EPA
Bandarískur hermaður og frændi hans hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að skipuleggja ódæðisverk í nafni Íslamska ríkisins. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir þá hafa skipulagt að nota herbúninga til að ráðast á herstöð í Illinois.

Þar að auki stefndi hermaðurinn á að ferðast til Sýrlands til að ganga til liðs við ISIS.

Á vef BBC segir að Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) hafi handtekið hermanninn sem er 22 ára gamall á flugvelli í Chicago á miðvikudaginn, en þaðan reyndi hann að fljúga til Egyptalands. Frændi hans var handtekinn sama dag.

Verði þeir fundnir sekir eiga þeir allt að fimmtán ára fangelsisdóm yfir höfði sér.

Frændurnir sögðu lögreglumanni í dulargervi frá áætlun sinni. Hún gekk út á að hermaðurinn Hasan Edmonds gengi til liðs við ISIS og að Jonas Edmonds gerði árás á herstöð þar sem Hasan hefur verið í þjálfun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×