11 ára mátti ekki vera klæddur sem Christian Grey Samúel Karl Ólason skrifar 6. mars 2015 22:12 Liam Scholes og Jamie Dornan leikari. Mynd/Twitter/getty Hinn ellefu ára gamli Liam Scholes fékk ekki að vera á bekkjarmynd í skóla sínum í Bretlandi, þar sem allir krakkarnir voru klæddir sem karakterar úr bókum. Búningur hans var sagður óviðeigandi. Liam var klæddur í jakkaföt, skyrtu og með bindi og sagðist vera Christian Grey úr Fifty Shades of Grey bókunum. Honum var einnig bannað að taka þátt í öðrum fagnaðarlátum skólans vegna World book day, eða alþjóðlega bókadagsins. Móðir Liam vakti athygli á ákvörðun skólans á Twitter í gær. Þar sagði Nicola Scoles að kennarinn hefði verið klæddur sem raðmorðinginn Dexter og aðrir krakkar hefðu verið með byssur. Liam hefur hvorki lesið bækurnar né séð kvikmyndina.Liam var einnig með knippi og grímu í vösum sínum. „Ég fékk símtal frá skólanum og mér var tilkynnt að búningur hans væri óviðeigandi og að hann hefði ekki fengið að vera með í myndatökunni,“ segir Nicola við Telegraph. Hún sagði að hún og kennarinn hefðu verið sammála um að vera ósammála og að hún ætlaði ekki lengra með málið. Nicola var þó verulega ósátt. Liam segist sjálfur hafa ákveðið að fara sem Christian Grey og að það hefði verið ómögulegt að taka ekki eftir karakternum í allri umfjölluninni sem kvikmyndin Fifty Shades of Grey hefur fengið á undanförnum mánuðum. „Ég held að samhengi bókarinnar gæti valdið því að fólki þætti þetta óviðeigandi. Ég fór hins vegar sem Christian Grey af því að mér fannst það skemmtilegt og það liggur ekkert meira á bakvið það.“ Kennari Liam segir Telegraph að skólinn standi við ákvörðun sína. Hann var beðinn um að breyta búningi sínum í James Bond og kennarinn segir að eftir það hafi hann fengið að taka þátt í deginum. Móðir Liam benti þó á í viðtali við BBC í dag að James Bond væri þekktur flagari og hann hefði drepið fjölda manns. „Ég veit ekki hvor er verri,“ sagði Nicola Scholes. offensive costume.Excluded from photos, told to change yet teacher dressed as a serial killer and others with guns? pic.twitter.com/8OTZ9gPvEh— nicola scholes (@clangar) March 5, 2015 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira
Hinn ellefu ára gamli Liam Scholes fékk ekki að vera á bekkjarmynd í skóla sínum í Bretlandi, þar sem allir krakkarnir voru klæddir sem karakterar úr bókum. Búningur hans var sagður óviðeigandi. Liam var klæddur í jakkaföt, skyrtu og með bindi og sagðist vera Christian Grey úr Fifty Shades of Grey bókunum. Honum var einnig bannað að taka þátt í öðrum fagnaðarlátum skólans vegna World book day, eða alþjóðlega bókadagsins. Móðir Liam vakti athygli á ákvörðun skólans á Twitter í gær. Þar sagði Nicola Scoles að kennarinn hefði verið klæddur sem raðmorðinginn Dexter og aðrir krakkar hefðu verið með byssur. Liam hefur hvorki lesið bækurnar né séð kvikmyndina.Liam var einnig með knippi og grímu í vösum sínum. „Ég fékk símtal frá skólanum og mér var tilkynnt að búningur hans væri óviðeigandi og að hann hefði ekki fengið að vera með í myndatökunni,“ segir Nicola við Telegraph. Hún sagði að hún og kennarinn hefðu verið sammála um að vera ósammála og að hún ætlaði ekki lengra með málið. Nicola var þó verulega ósátt. Liam segist sjálfur hafa ákveðið að fara sem Christian Grey og að það hefði verið ómögulegt að taka ekki eftir karakternum í allri umfjölluninni sem kvikmyndin Fifty Shades of Grey hefur fengið á undanförnum mánuðum. „Ég held að samhengi bókarinnar gæti valdið því að fólki þætti þetta óviðeigandi. Ég fór hins vegar sem Christian Grey af því að mér fannst það skemmtilegt og það liggur ekkert meira á bakvið það.“ Kennari Liam segir Telegraph að skólinn standi við ákvörðun sína. Hann var beðinn um að breyta búningi sínum í James Bond og kennarinn segir að eftir það hafi hann fengið að taka þátt í deginum. Móðir Liam benti þó á í viðtali við BBC í dag að James Bond væri þekktur flagari og hann hefði drepið fjölda manns. „Ég veit ekki hvor er verri,“ sagði Nicola Scholes. offensive costume.Excluded from photos, told to change yet teacher dressed as a serial killer and others with guns? pic.twitter.com/8OTZ9gPvEh— nicola scholes (@clangar) March 5, 2015
Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Sjá meira