Erlent

Fer umhverfis jörðina á sólarorku

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vélin tók á loft frá Abu Dhabi í morgun.
Vélin tók á loft frá Abu Dhabi í morgun. Vísir/Getty
Flugvél sem gengur einungis fyrir sólarorku tók á loft frá Abu Dhabi í morgun en áætlað er að vélin fljúgi umhverfis heiminn á næstu fimm mánuðum.

Tveir svissneskir flugmenn, þeir Andre Borscheberg og Bertrand Piccard, munu skiptast á að fljúga vélinni þar sem aðeins er sæti fyrir einn flugmann.

Í dag mun flugvélin fljúga 400 kílómetra til Óman og er talið að flugið taki um 12 klukkustundir. Alls mun vélin fljúga 35.000 kílómetra á ferðalaginu umhverfis jörðina og meðal annars fljúga yfir Kyrrahafið og Atlantshafið.

Tilgangur ferðarinnar er að vekja athygli fólks á grænni orku. Takist flugmönnunum tveimur ætlunarverk sitt yrði þetta í fyrsta skipti sem flugvél sem gengur aðeins fyrir sólarorku er flogið umhverfis jörðina.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá þegar að vélin tekur á loft í morgun og á vefsíðunni Solar Impulse.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×