Enski boltinn

Gunnleifur í Messunni: De Gea er ekkert góður í föstum leikatriðum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
David Dea.
David Dea. vísir/getty
Manchester United gerði jafntefli, 1-1, við West Ham í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn, en mark West Ham kom eftir fast leikatriði.

„Það var svo sem alveg lesið eins og í fyrri leiknum að West Ham myndi skora úr föstu leikatriði,“ sagði Hjörvar Hafliðason í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gærkvöldi.

Sjá einnig:Manchester United náði stigi á Boleyn Ground | Sjáið mörkin

„Manchester United gerir eins og öll lið og byrjar varnarleikinn á 16 metrunum,“ bætti hann við þegar farið var yfir atvikið, en Gunnleifur Gunnleifsson, kollegi De Gea hjá Breiðabliki, tók þá við:

„Fyrir það fyrsta, þó De Gea sé búinn að vera frábær í markinu hjá United og verja rosalega vel á línunni, þá er hann ekkert sérstaklega góður í þessu [föstum leikatriðum],“ sagði Gunnleifur.

„Hann vill ekki ýta varnarlínunni upp í föstum leikatriðunum og því er varnarlínan mjög aftarlega og er að vinna aftur á bak. Þá er erfitt að vinna boltann því þú ert alltaf að vinna til baka.“

Hjörvar spurði Gunnleif þá hvort hann vildi að varnarlína United byrjaði aftar í svona uppstilltum atriðum.

„Annað hvort eiga þeir að byrja með línuna miklu aftar og vinna í áttina að boltnum, eða þá að De Gea fari framar og varnarlínan sé á sama stað. Þeir eru að lenda í veseni leik eftir leik.“

Alla umræðuna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×