Enski boltinn

Manchester United náði stigi á Boleyn Ground | Sjáið mörkin

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Leikmenn West Ham fagna marki sínu
Leikmenn West Ham fagna marki sínu Vísir/Getty
Fyrri hálfleikur var fjörugur þó hann hafi verið markalaus. West Ham United fékk hættulegri færin en David De Gea sá til þess að liðið næði ekki að skora.

Það tók West Ham ekki nema rétt rúmlega þrjár mínútur að skora í seinni hálfleik. Varnarmaðurinn Cheikhou Kouyate þar að verki af stuttu færi.

Manchester United sótti í sig veðrið eftir að hafa lent undir þó West Ham hafi ógnað með skyndisóknum.

Þegar rétt innan við stundarfjórðungur var eftir af leiknum fékk Falcao besta færi leiksins en einn gegn Adrián markverði West Ham United skaut Kólumbíumaðurinn framhjá.

Daley Blind jafnaði metin  á annarri mínútu uppbótartíma eftir þunga sókn og hafði Manchester United tvær mínútur til viðbótar til að tryggja sér sigurinn.

Það náði liðið ekki að gera en það var þó tími fyrir Luke Shaw til að fá sitt annað gula spjald og lauk Manchester United því leik með 10 menn inni á vellinum.

Manchester United mistókst að lyfta sér upp í þriðja sæti deildarinnar en liðið er í fjórða sætinu með 44 stig, stigi á undan Tottenham. West Ham er með 37 stig í 8. sæti.

Kouyaté kemur West Ham United yfir: Blind tryggir Man. Utd. stigið:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×