Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. febrúar 2015 08:00 Ángel di María og Robin van Persie hafa ekki verið líkir sjálfum sér. vísir/getty Manchester United er lið sem hefur gefið næst flestar langar sendingar fram völlinn á tímabilinu, en spilamennska þess hefur verið gagnrýnd harkalega að undanförnu. Þrátt fyrir að liðið hafi aðeins tapað einum leik af síðustu fjórtán eru sérfræðingarnir óánægðir með spilamennsku þess.Sjá einnig:Manchester United náði stigi á Boleyn Ground | Sjáið mörkinÍ viðtali við Daily Mail svara Jamie Redknapp, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sparkspekingur Sky Sports, og Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal og sparkspekingur BBC, nokkrum spurningum varðandi Man. Utd.Rooney þarf að spila frammi.vísir/getty1. Af hverju er svona leiðinlegt að horfa á Manchester United?JR: „Þegar maður spilaði við Man. Utd þegar það var upp á sitt besta undir stjórn Alex Ferguson var svo mikil hreyfing í spilinu. Nú er þetta allt miklu erfiðara og meiri strúktúr. Fótbolti snýst stundum um að taka áhættur.“MK: „Þeir spila ekki nógu hratt. Þegar þeir fá boltann á miðjunni eru þeir ekki með nógu mikið sjálfstraust til að spila fram á við og þar skorti þá líka hraða. Það var alltaf ákveðin ára yfir United en nú er geislabaugurinn að hverfa.“2. Er verið að nota Wayne Rooney rétt?MK: „Til styttri tíma litið, já, en ekki til lengri tíma. Van Gaal er að reyna að finna út úr þessu til lengri tíma litið. Rooney verður miðjumaður í framtíðinni en það koma stundir þar sem hann verður að spila frammi.“JR: „Ég væri hæstánægður ef ég ætti að spila á móti Rooney á miðjunni. Þar gerir hann mótherjanum minnsta skaðann. Sem varnarmaður vill maður hafa hann eins langt frá markinu og hægt er.“Radamel Falcao fær ekki nógu góða þjónustu.vísir/getty3. Er hægt að bjarga ferli Falcao hjá United?JR: „Það held ég ekki og það er synd.“MK: „Falcao getur sagt að hann er ekki að fá nóg af boltum inn í teiginn. Hann vill spila af varnarmanninum, komast fyrir framan þá og ná sér í mörk á nærstönginni.“4. Getur Van Gaal lífgað Di María og Van Persie við?MK: „Di María verður að fara að gera það sem hann gerði þegar hann kom fyrst til United; að hlaupa með boltann sér til skemmtunnar. Kannski er kominn tími á að Van Persie spili aftar. Það er eins og hann sé orkulaus þessa dagana.“JR: „Mér fannst Di María vera að tæta deildina í sig þegar hann kom en ekki lengur. Hann hefur verið mjög slakur, sérstaklega miðað við Sánchez hjá Arsenal. Van Persie hefur aldrei náð sér eftir að Ferguson hætti.“Hvað er hann að gera rangt?vísir/getty5. Hver hafa verið stærstu mistök Van Gaal?JR: „Að tækla ekki vandræðin í vörninni. David De Gea er búinn að bjarga þeim margsinnis. United lítur alltaf út fyrir að vera hrætt við að fara fram því þeir eru svo veikir í vörninni.“MK: „Að reyna að spila Falcao og Van Persie saman. Þeir geta ekki spilað saman. Hann verður að velja annan hvorn og spila Rooney með honum frammi.“6. Endar Man. Utd á meðal efstu fjögurra liðanna?MK: „Það er ekki sjálfgefið. Tottenham, Liverpool og Southampton eru öll í baráttunni og Van Gaal veit hversu sterkur hópurinn er hjá Arsenal.“JR: „Ég ætti að segja hátt og snjallt já því United er ekki í Evrópu en ég er ekki svo viss. Kannski bjargar það sér á lokastundu. En þetta lið hefði átt að berjast um titilinn.“ Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Manchester United er lið sem hefur gefið næst flestar langar sendingar fram völlinn á tímabilinu, en spilamennska þess hefur verið gagnrýnd harkalega að undanförnu. Þrátt fyrir að liðið hafi aðeins tapað einum leik af síðustu fjórtán eru sérfræðingarnir óánægðir með spilamennsku þess.Sjá einnig:Manchester United náði stigi á Boleyn Ground | Sjáið mörkinÍ viðtali við Daily Mail svara Jamie Redknapp, fyrrverandi leikmaður Liverpool og sparkspekingur Sky Sports, og Martin Keown, fyrrverandi leikmaður Arsenal og sparkspekingur BBC, nokkrum spurningum varðandi Man. Utd.Rooney þarf að spila frammi.vísir/getty1. Af hverju er svona leiðinlegt að horfa á Manchester United?JR: „Þegar maður spilaði við Man. Utd þegar það var upp á sitt besta undir stjórn Alex Ferguson var svo mikil hreyfing í spilinu. Nú er þetta allt miklu erfiðara og meiri strúktúr. Fótbolti snýst stundum um að taka áhættur.“MK: „Þeir spila ekki nógu hratt. Þegar þeir fá boltann á miðjunni eru þeir ekki með nógu mikið sjálfstraust til að spila fram á við og þar skorti þá líka hraða. Það var alltaf ákveðin ára yfir United en nú er geislabaugurinn að hverfa.“2. Er verið að nota Wayne Rooney rétt?MK: „Til styttri tíma litið, já, en ekki til lengri tíma. Van Gaal er að reyna að finna út úr þessu til lengri tíma litið. Rooney verður miðjumaður í framtíðinni en það koma stundir þar sem hann verður að spila frammi.“JR: „Ég væri hæstánægður ef ég ætti að spila á móti Rooney á miðjunni. Þar gerir hann mótherjanum minnsta skaðann. Sem varnarmaður vill maður hafa hann eins langt frá markinu og hægt er.“Radamel Falcao fær ekki nógu góða þjónustu.vísir/getty3. Er hægt að bjarga ferli Falcao hjá United?JR: „Það held ég ekki og það er synd.“MK: „Falcao getur sagt að hann er ekki að fá nóg af boltum inn í teiginn. Hann vill spila af varnarmanninum, komast fyrir framan þá og ná sér í mörk á nærstönginni.“4. Getur Van Gaal lífgað Di María og Van Persie við?MK: „Di María verður að fara að gera það sem hann gerði þegar hann kom fyrst til United; að hlaupa með boltann sér til skemmtunnar. Kannski er kominn tími á að Van Persie spili aftar. Það er eins og hann sé orkulaus þessa dagana.“JR: „Mér fannst Di María vera að tæta deildina í sig þegar hann kom en ekki lengur. Hann hefur verið mjög slakur, sérstaklega miðað við Sánchez hjá Arsenal. Van Persie hefur aldrei náð sér eftir að Ferguson hætti.“Hvað er hann að gera rangt?vísir/getty5. Hver hafa verið stærstu mistök Van Gaal?JR: „Að tækla ekki vandræðin í vörninni. David De Gea er búinn að bjarga þeim margsinnis. United lítur alltaf út fyrir að vera hrætt við að fara fram því þeir eru svo veikir í vörninni.“MK: „Að reyna að spila Falcao og Van Persie saman. Þeir geta ekki spilað saman. Hann verður að velja annan hvorn og spila Rooney með honum frammi.“6. Endar Man. Utd á meðal efstu fjögurra liðanna?MK: „Það er ekki sjálfgefið. Tottenham, Liverpool og Southampton eru öll í baráttunni og Van Gaal veit hversu sterkur hópurinn er hjá Arsenal.“JR: „Ég ætti að segja hátt og snjallt já því United er ekki í Evrópu en ég er ekki svo viss. Kannski bjargar það sér á lokastundu. En þetta lið hefði átt að berjast um titilinn.“
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti „Við viljum meira“ Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira