Scholes gagnrýnir ömurlegan fótbolta United: Þora ekki að taka áhættu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2015 08:30 Paul Scholes afrekaði mikið með Man. United. vísir/getty Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn sá besti sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni, á erfitt með að horfa á sitt gamla lið spila þessa dagana. Hann gagnrýnir liðið harkalega í pistli sínum í enska blaðinu Independent, en þrátt fyrir að vera í þriðja sæti hefur United-liðið verið lastað fyrir leiðinlegan fótbolta að undanförnu.Sjá einnig:Van Gaal: Leiðinlegt að heyra baulið því við spilum fyrir fólkið Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, kallaði liðið „Longball United“ eftir 1-1 jafntefli liðanna og þá bauluðu stuðningsmenn Man. Utd á sína menn í 3-1 sigri gegn Burnley á miðvikudaginn.Geta þessir spilað saman?vísir/getty„Það veitir mér enga ánægju að segja að ég á erfitt með að horfa á liðið hans Van Gaal þessa dagana. Það vann Burnley á miðvikudaginn en Burnley var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Stundum er fótboltinn sem United spilar ömurlegur,“ segir Scholes. „Til að vinna leiki þarftu að sækja og þegar þú sækir þarftu að taka áhættur. Of fáir leikmenn í liðinu núna eru tilbúnir til að taka þessar áhættur.“Sjá einnig:Sjáðu öll 25 mörkin úr 25. umferð enska boltans á 25 mínútum „Sem miðjumaður hjá United átti ég að gefa boltann fram á við og ég veit að það heppnaðist ekkert alltaf. Ég þurfti ekki alltaf að afhenda framherjunum mörk á silfurfati. Þeir þurftu sjálfir að komast á boltann og skora mörk.“ „Var þetta auðvelt? Nei, en við vorum að spila fyrir Manchester United. Það á ekki að vera auðvelt,“ segir Scholes sem vann 20 stóra titla á löngum og farsælum ferli á Old Trafford.Wayne Rooney er færður til.vísir/gettyHann segir Ángel di María hafa tekið fleiri áhættur en nokkur annar í liðinu en því miður hafi það ekki alltaf gengið upp. Argentínumaðurinn missir boltann alltof oft miðað við hverju hann skilar fram á við. „Það virðist allt snúast um að halda boltanum. Ég myndi eiginlega ganga lengra en það og segja að það sé árátta hjá liðinu að halda boltanum þessa dagana,“ segir Scholes sem skilur ekki hvers vegna Rooney er notaður sem miðjumaður.Sjá einnig:Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus „Van Persie og Falcao virka eins og ókunnugir á meðan Rooney er endalaust færður til að vellinum svo þeir geti spilað saman.“ „Wayne getur spilað hvar sem er á vellinum og gefið þér frammistöðu upp á sjö af tíu. En ef Van Gaal finnst Rooney ekki betri kostur í framlínuna en hinir tveir er það mikið vandamál,“ segir Paul Scholes. Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn sá besti sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni, á erfitt með að horfa á sitt gamla lið spila þessa dagana. Hann gagnrýnir liðið harkalega í pistli sínum í enska blaðinu Independent, en þrátt fyrir að vera í þriðja sæti hefur United-liðið verið lastað fyrir leiðinlegan fótbolta að undanförnu.Sjá einnig:Van Gaal: Leiðinlegt að heyra baulið því við spilum fyrir fólkið Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, kallaði liðið „Longball United“ eftir 1-1 jafntefli liðanna og þá bauluðu stuðningsmenn Man. Utd á sína menn í 3-1 sigri gegn Burnley á miðvikudaginn.Geta þessir spilað saman?vísir/getty„Það veitir mér enga ánægju að segja að ég á erfitt með að horfa á liðið hans Van Gaal þessa dagana. Það vann Burnley á miðvikudaginn en Burnley var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Stundum er fótboltinn sem United spilar ömurlegur,“ segir Scholes. „Til að vinna leiki þarftu að sækja og þegar þú sækir þarftu að taka áhættur. Of fáir leikmenn í liðinu núna eru tilbúnir til að taka þessar áhættur.“Sjá einnig:Sjáðu öll 25 mörkin úr 25. umferð enska boltans á 25 mínútum „Sem miðjumaður hjá United átti ég að gefa boltann fram á við og ég veit að það heppnaðist ekkert alltaf. Ég þurfti ekki alltaf að afhenda framherjunum mörk á silfurfati. Þeir þurftu sjálfir að komast á boltann og skora mörk.“ „Var þetta auðvelt? Nei, en við vorum að spila fyrir Manchester United. Það á ekki að vera auðvelt,“ segir Scholes sem vann 20 stóra titla á löngum og farsælum ferli á Old Trafford.Wayne Rooney er færður til.vísir/gettyHann segir Ángel di María hafa tekið fleiri áhættur en nokkur annar í liðinu en því miður hafi það ekki alltaf gengið upp. Argentínumaðurinn missir boltann alltof oft miðað við hverju hann skilar fram á við. „Það virðist allt snúast um að halda boltanum. Ég myndi eiginlega ganga lengra en það og segja að það sé árátta hjá liðinu að halda boltanum þessa dagana,“ segir Scholes sem skilur ekki hvers vegna Rooney er notaður sem miðjumaður.Sjá einnig:Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus „Van Persie og Falcao virka eins og ókunnugir á meðan Rooney er endalaust færður til að vellinum svo þeir geti spilað saman.“ „Wayne getur spilað hvar sem er á vellinum og gefið þér frammistöðu upp á sjö af tíu. En ef Van Gaal finnst Rooney ekki betri kostur í framlínuna en hinir tveir er það mikið vandamál,“ segir Paul Scholes.
Enski boltinn Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Íslenski boltinn Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú Fótbolti Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti