Scholes gagnrýnir ömurlegan fótbolta United: Þora ekki að taka áhættu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2015 08:30 Paul Scholes afrekaði mikið með Man. United. vísir/getty Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn sá besti sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni, á erfitt með að horfa á sitt gamla lið spila þessa dagana. Hann gagnrýnir liðið harkalega í pistli sínum í enska blaðinu Independent, en þrátt fyrir að vera í þriðja sæti hefur United-liðið verið lastað fyrir leiðinlegan fótbolta að undanförnu.Sjá einnig:Van Gaal: Leiðinlegt að heyra baulið því við spilum fyrir fólkið Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, kallaði liðið „Longball United“ eftir 1-1 jafntefli liðanna og þá bauluðu stuðningsmenn Man. Utd á sína menn í 3-1 sigri gegn Burnley á miðvikudaginn.Geta þessir spilað saman?vísir/getty„Það veitir mér enga ánægju að segja að ég á erfitt með að horfa á liðið hans Van Gaal þessa dagana. Það vann Burnley á miðvikudaginn en Burnley var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Stundum er fótboltinn sem United spilar ömurlegur,“ segir Scholes. „Til að vinna leiki þarftu að sækja og þegar þú sækir þarftu að taka áhættur. Of fáir leikmenn í liðinu núna eru tilbúnir til að taka þessar áhættur.“Sjá einnig:Sjáðu öll 25 mörkin úr 25. umferð enska boltans á 25 mínútum „Sem miðjumaður hjá United átti ég að gefa boltann fram á við og ég veit að það heppnaðist ekkert alltaf. Ég þurfti ekki alltaf að afhenda framherjunum mörk á silfurfati. Þeir þurftu sjálfir að komast á boltann og skora mörk.“ „Var þetta auðvelt? Nei, en við vorum að spila fyrir Manchester United. Það á ekki að vera auðvelt,“ segir Scholes sem vann 20 stóra titla á löngum og farsælum ferli á Old Trafford.Wayne Rooney er færður til.vísir/gettyHann segir Ángel di María hafa tekið fleiri áhættur en nokkur annar í liðinu en því miður hafi það ekki alltaf gengið upp. Argentínumaðurinn missir boltann alltof oft miðað við hverju hann skilar fram á við. „Það virðist allt snúast um að halda boltanum. Ég myndi eiginlega ganga lengra en það og segja að það sé árátta hjá liðinu að halda boltanum þessa dagana,“ segir Scholes sem skilur ekki hvers vegna Rooney er notaður sem miðjumaður.Sjá einnig:Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus „Van Persie og Falcao virka eins og ókunnugir á meðan Rooney er endalaust færður til að vellinum svo þeir geti spilað saman.“ „Wayne getur spilað hvar sem er á vellinum og gefið þér frammistöðu upp á sjö af tíu. En ef Van Gaal finnst Rooney ekki betri kostur í framlínuna en hinir tveir er það mikið vandamál,“ segir Paul Scholes. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn sá besti sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni, á erfitt með að horfa á sitt gamla lið spila þessa dagana. Hann gagnrýnir liðið harkalega í pistli sínum í enska blaðinu Independent, en þrátt fyrir að vera í þriðja sæti hefur United-liðið verið lastað fyrir leiðinlegan fótbolta að undanförnu.Sjá einnig:Van Gaal: Leiðinlegt að heyra baulið því við spilum fyrir fólkið Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, kallaði liðið „Longball United“ eftir 1-1 jafntefli liðanna og þá bauluðu stuðningsmenn Man. Utd á sína menn í 3-1 sigri gegn Burnley á miðvikudaginn.Geta þessir spilað saman?vísir/getty„Það veitir mér enga ánægju að segja að ég á erfitt með að horfa á liðið hans Van Gaal þessa dagana. Það vann Burnley á miðvikudaginn en Burnley var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Stundum er fótboltinn sem United spilar ömurlegur,“ segir Scholes. „Til að vinna leiki þarftu að sækja og þegar þú sækir þarftu að taka áhættur. Of fáir leikmenn í liðinu núna eru tilbúnir til að taka þessar áhættur.“Sjá einnig:Sjáðu öll 25 mörkin úr 25. umferð enska boltans á 25 mínútum „Sem miðjumaður hjá United átti ég að gefa boltann fram á við og ég veit að það heppnaðist ekkert alltaf. Ég þurfti ekki alltaf að afhenda framherjunum mörk á silfurfati. Þeir þurftu sjálfir að komast á boltann og skora mörk.“ „Var þetta auðvelt? Nei, en við vorum að spila fyrir Manchester United. Það á ekki að vera auðvelt,“ segir Scholes sem vann 20 stóra titla á löngum og farsælum ferli á Old Trafford.Wayne Rooney er færður til.vísir/gettyHann segir Ángel di María hafa tekið fleiri áhættur en nokkur annar í liðinu en því miður hafi það ekki alltaf gengið upp. Argentínumaðurinn missir boltann alltof oft miðað við hverju hann skilar fram á við. „Það virðist allt snúast um að halda boltanum. Ég myndi eiginlega ganga lengra en það og segja að það sé árátta hjá liðinu að halda boltanum þessa dagana,“ segir Scholes sem skilur ekki hvers vegna Rooney er notaður sem miðjumaður.Sjá einnig:Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus „Van Persie og Falcao virka eins og ókunnugir á meðan Rooney er endalaust færður til að vellinum svo þeir geti spilað saman.“ „Wayne getur spilað hvar sem er á vellinum og gefið þér frammistöðu upp á sjö af tíu. En ef Van Gaal finnst Rooney ekki betri kostur í framlínuna en hinir tveir er það mikið vandamál,“ segir Paul Scholes.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira