Scholes gagnrýnir ömurlegan fótbolta United: Þora ekki að taka áhættu Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2015 08:30 Paul Scholes afrekaði mikið með Man. United. vísir/getty Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn sá besti sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni, á erfitt með að horfa á sitt gamla lið spila þessa dagana. Hann gagnrýnir liðið harkalega í pistli sínum í enska blaðinu Independent, en þrátt fyrir að vera í þriðja sæti hefur United-liðið verið lastað fyrir leiðinlegan fótbolta að undanförnu.Sjá einnig:Van Gaal: Leiðinlegt að heyra baulið því við spilum fyrir fólkið Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, kallaði liðið „Longball United“ eftir 1-1 jafntefli liðanna og þá bauluðu stuðningsmenn Man. Utd á sína menn í 3-1 sigri gegn Burnley á miðvikudaginn.Geta þessir spilað saman?vísir/getty„Það veitir mér enga ánægju að segja að ég á erfitt með að horfa á liðið hans Van Gaal þessa dagana. Það vann Burnley á miðvikudaginn en Burnley var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Stundum er fótboltinn sem United spilar ömurlegur,“ segir Scholes. „Til að vinna leiki þarftu að sækja og þegar þú sækir þarftu að taka áhættur. Of fáir leikmenn í liðinu núna eru tilbúnir til að taka þessar áhættur.“Sjá einnig:Sjáðu öll 25 mörkin úr 25. umferð enska boltans á 25 mínútum „Sem miðjumaður hjá United átti ég að gefa boltann fram á við og ég veit að það heppnaðist ekkert alltaf. Ég þurfti ekki alltaf að afhenda framherjunum mörk á silfurfati. Þeir þurftu sjálfir að komast á boltann og skora mörk.“ „Var þetta auðvelt? Nei, en við vorum að spila fyrir Manchester United. Það á ekki að vera auðvelt,“ segir Scholes sem vann 20 stóra titla á löngum og farsælum ferli á Old Trafford.Wayne Rooney er færður til.vísir/gettyHann segir Ángel di María hafa tekið fleiri áhættur en nokkur annar í liðinu en því miður hafi það ekki alltaf gengið upp. Argentínumaðurinn missir boltann alltof oft miðað við hverju hann skilar fram á við. „Það virðist allt snúast um að halda boltanum. Ég myndi eiginlega ganga lengra en það og segja að það sé árátta hjá liðinu að halda boltanum þessa dagana,“ segir Scholes sem skilur ekki hvers vegna Rooney er notaður sem miðjumaður.Sjá einnig:Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus „Van Persie og Falcao virka eins og ókunnugir á meðan Rooney er endalaust færður til að vellinum svo þeir geti spilað saman.“ „Wayne getur spilað hvar sem er á vellinum og gefið þér frammistöðu upp á sjö af tíu. En ef Van Gaal finnst Rooney ekki betri kostur í framlínuna en hinir tveir er það mikið vandamál,“ segir Paul Scholes. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira
Paul Scholes, fyrrverandi miðjumaður Manchester United og einn sá besti sem spilað hefur í ensku úrvalsdeildinni, á erfitt með að horfa á sitt gamla lið spila þessa dagana. Hann gagnrýnir liðið harkalega í pistli sínum í enska blaðinu Independent, en þrátt fyrir að vera í þriðja sæti hefur United-liðið verið lastað fyrir leiðinlegan fótbolta að undanförnu.Sjá einnig:Van Gaal: Leiðinlegt að heyra baulið því við spilum fyrir fólkið Sam Allardyce, knattspyrnustjóri West Ham, kallaði liðið „Longball United“ eftir 1-1 jafntefli liðanna og þá bauluðu stuðningsmenn Man. Utd á sína menn í 3-1 sigri gegn Burnley á miðvikudaginn.Geta þessir spilað saman?vísir/getty„Það veitir mér enga ánægju að segja að ég á erfitt með að horfa á liðið hans Van Gaal þessa dagana. Það vann Burnley á miðvikudaginn en Burnley var mun betra liðið í fyrri hálfleik. Stundum er fótboltinn sem United spilar ömurlegur,“ segir Scholes. „Til að vinna leiki þarftu að sækja og þegar þú sækir þarftu að taka áhættur. Of fáir leikmenn í liðinu núna eru tilbúnir til að taka þessar áhættur.“Sjá einnig:Sjáðu öll 25 mörkin úr 25. umferð enska boltans á 25 mínútum „Sem miðjumaður hjá United átti ég að gefa boltann fram á við og ég veit að það heppnaðist ekkert alltaf. Ég þurfti ekki alltaf að afhenda framherjunum mörk á silfurfati. Þeir þurftu sjálfir að komast á boltann og skora mörk.“ „Var þetta auðvelt? Nei, en við vorum að spila fyrir Manchester United. Það á ekki að vera auðvelt,“ segir Scholes sem vann 20 stóra titla á löngum og farsælum ferli á Old Trafford.Wayne Rooney er færður til.vísir/gettyHann segir Ángel di María hafa tekið fleiri áhættur en nokkur annar í liðinu en því miður hafi það ekki alltaf gengið upp. Argentínumaðurinn missir boltann alltof oft miðað við hverju hann skilar fram á við. „Það virðist allt snúast um að halda boltanum. Ég myndi eiginlega ganga lengra en það og segja að það sé árátta hjá liðinu að halda boltanum þessa dagana,“ segir Scholes sem skilur ekki hvers vegna Rooney er notaður sem miðjumaður.Sjá einnig:Svara sex spurningum um Man. Utd: Di María slakur og Van Persie orkulaus „Van Persie og Falcao virka eins og ókunnugir á meðan Rooney er endalaust færður til að vellinum svo þeir geti spilað saman.“ „Wayne getur spilað hvar sem er á vellinum og gefið þér frammistöðu upp á sjö af tíu. En ef Van Gaal finnst Rooney ekki betri kostur í framlínuna en hinir tveir er það mikið vandamál,“ segir Paul Scholes.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjá meira