Enski boltinn

Sjáðu öll 25 mörkin úr 25. umferð enska boltans á 25 mínútum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Chelsea heldur sjö stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 25. umferð deildarinnar sem fram fór á þriðjudag og miðvikudag.

Brasilíski framherjinn Willian bjargaði Chelsea í gærkvöldi þegar hann skoraði eina mark leiksins gegn Everton í 1-0 sigri með skoti sem fór í gegnum tvo varnarmenn áður en það hafnaði í netinu.

Manchester City komst loksins yfir Stoke-fjallið sem það hefur ekki getað klifið í sex leikjum í röð og vann sannfærandi sigur, 4-1.

Samborgarar þeirra í Manchester United unnu nýliða Burnley, 3-1, en það var ekki sama fegurðin yfir þeim sigri. Eins og oft áður dró David De Gea United-liðið að landi.

Leikur Liverpool og Tottenham var frábær, en þar voru skoruð fimm mörk. Fjörið var svo mikið að Mario Balotelli tók meira að segja upp á því að skora mark í ensku úrvalsdeildinni.

Hér að ofan má sjá allt það helsta úr 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í lýsingu Harðar Magnússonar.

Úrslit og markaskorarar í 25. umferðinni:

Liverpool - Tottenham 3-2

1-0 Lazar Markovic (15.), 1-1 Harry Kane (26þ), 2-1 Steven Gerrard (53. víti), 2-2 Moussa Dembélé (61.), 3-2 Mario Balotelli (83.).

Arsenal - Leicester 2-2

1-0 Laurent Koscielny (27.), 2-0 Theo Walcott (41.), 2-1 Andrej Kramaric (61.).

Hull City - Aston Villa 2-0

1-0 Nikica Jelavic (22.), 2-0 Dame N'Doye (74.).

Sunderland - QPR 0-2

0-1 Leroy Fer (17.), 0-2 Bobby Zamora (45.).

Crystal Palace - Newcastle United 1-1

0-1 Papiss Cisse (42.). 1-1 Fraizer Campbell (71.).

West Brom - Swansea 2-0

1-0 Ideye Brown (60.), 2-0 Saido Berahino (74.).

Chelsea - Everton 1-0

1-0 Willian (90.).

Rautt spjald: Gareth Barry, Everton (88.).

Manchester United - Burnley 3-1

1-0 Chris Smalling (6.), 1-1 Danny Ings (12.), 2-1 Chris Smalling (45.), 3-1 Robin van Persie (81. víti).

Stoke City - Manchester City 1-4

0-1 Sergio Agüero (33.), 1-1 Peter Crouch (38.), 1-2 James Milner (55.), 1-3 Sergio Agüero (70. víti), 1-4 Samir Nasri (76.).

Southampton  West Ham 0-0

Rautt spjald: Adrian, West Ham (61.).


Tengdar fréttir

Aston Villa rak Paul Lambert í kvöld

Paul Lambert stjórnar ekki fleiri leikjum hjá Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en félagið lét knattspyrnustjórann sinn fara í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×