Enski boltinn

Alfreð: Alltaf gaman að horfa á Eið Smára spila

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen með boltann á Macron-vellinum í kvöld og Steven Gerrard eltir.
Eiður Smári Guðjohnsen með boltann á Macron-vellinum í kvöld og Steven Gerrard eltir. vísir/getty
Nú stendur yfir endurtekinn leikur Bolton og Liverpool í 32 liða úrslitum enska bikarsins þar sem Eiður Smári er í byrjunarliðinu.

Liverpool var betri aðilinn í fyrri hálfleik og náði Raheem Sterling að skjóta boltanum í stöngina hjá heimamönnum, en fylgst með leiknum í beinni lýsingu hér.

Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Bolton að vanda og hefur spilað ágætlega, en hann fékk fyrsta færi heimamanna í leiknum þegar hann skaut yfir úr teignum.

Alfreð Finnbogason, fyrrverandi samherji Eiðs Smára í landsliðinu, er að horfa á leikinn í San Sebastián í baskahéraði á Spáni þar sem hann spilar með Real Sociedad.

„Alltaf gaman að horfa á Eið Guðjohnsen spila! Gamall, en algjört gull,“ skrifar Alfreð á Twitter-síðu sína um markahæsta leikmann íslenska landsliðsins frá upphafi.

Alfreð bætir svo við kassmerkjunum #Class, eða gæði, og #22 sem vísar til treyjunúmers Eiðs Smára hjá Bolton og í gegnum tíðina.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×