Enski boltinn

Eiður skoraði af öryggi úr víti gegn Liverpool | Sjáðu markið

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen kom Bolton yfir með marki úr vítaspyrnu á 59. mínútu gegn Liverpool í enska bikarnum í kvöld.

Um er að ræða endurtekinn leik, en liðin skildu jöfn, markalaus, í fyrri leiknum á Anfield. Fylgst er með gangi mála í leiknum hér.

Zach Clough var felldur í teignum af Martin Skrtel og fór Eiður Smári að sjálfsögðu á punktinn. Hann átti ekki í miklum vandræðum með að skora eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×