Enski boltinn

Eiður skoraði en Liverpool komst áfram | Sjáðu mörkin

Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Bolton úr víti en Steven Gerrard og félagar fóru áfram.
Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Bolton úr víti en Steven Gerrard og félagar fóru áfram. vísir/getty
Liverpool er komið í 16 liða úrslit enska bikarsins í fótbolta eftir 2-1 sigur gegn B-deildarliðinu Bolton í endurteknum leik á Macron-vellinum í kvöld.

Eiður Smári Guðjohnsen kom Bolton yfir með marki úr vítaspyrnu á 59. mínútu, en hann hefði svo getað tvöfaldað forskot liðsins skömmu síðar þegar hann brenndi af úr dauðafæri.

Neil Danns lét reka sig út af í liði Bolton á 66. mínútu og eftir það var lífið erfitt fyrir B-deildarliðið.

Liverpool sótti stíft undir lokin og uppskar mark þegar Raheem Sterling afgreiddi glæsilega sendingu Emre Can í netið á 86. mínútu.

Það var svo í uppbótartíma sem Philippe Coutinho skoraði sigurmarkið með stórkostlegu skoti í slána og inn.

Liverpool mætir Crystal Palace á útivelli í 16 liða úrslitunum en Bolton er úr leik.

Eiður kemur Bolton yfir úr víti: Raheem Sterling jafnar 1-1: Sigurmark Philippe Coutinho:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×