Erlent

Árásir Boko Haram halda áfram

Samúel Karl Ólason skrifar
Fimm þjóðir munu nú berjast gegn Boko Haram.
Fimm þjóðir munu nú berjast gegn Boko Haram. Vísir/AFP
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram eru sögð hafa gert árás á bæ við landamæri í Nígeríu í gær. Þetta er önnur árás samtakanna um helgina. Her Nígeríu tókst þó að verja bæinn og þurftu vígamennirnir að hörfa eftir nokkurra klukkustunda bardaga.

Íbúi í bænum Diffa, staðfestir við AP fréttaveituna að árásin hafi átt sér stað, en ekki hefur náðst í embættismenn á svæðinu.

Fjórar nágrannaþjóðir Nígeríu hafa einnig sent hermenn til að berjast við Boko Haram. Alls er um að ræða 8.700 manns frá Benín, Kamerún, Níger, Nígeríu og Tsjad.

Samkvæmt vef Business Insider hafa Boko Haram vígamennirnir herjað á svæðið í sex ár og hafa minnst 13 þúsund manns látið lífið og rúmlega milljón manns hefur þurft að flýja heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×