Erlent

Mikill munur á höfuðborgum Kóreu að nóttu til

Samúel Karl Ólason skrifar
Munurinn er mikill.
Munurinn er mikill. Myndir/Terry Virts
Geimfarinn Terry W. Virts birti í morgun myndir sem hann tók úr Alþjóðlegu geimstöðinni. Myndirnar tók hann af höfuðborg Suður-Kóreu annarsvegar og hinsvegar af höfuðborg Norður-Kóreu.

Eins og sjá má hér er Seoul vel upplýst yfir nóttina og sést hún greinilega frá geimstöðinni.

Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu lítur hins vegar töluvert öðruvísi út og má einungis sjá nokkrar ljóstýrur. 

Samkvæmt vefnum World Population Review bjuggu 3.255.288 manns í Pyonguyang árið 2008 þegar mantal var framkvæmt í Norður-Kóreu. Erfitt er hins vegar að nálgast nýjar staðfestar tölur um íbúafjölda borgarinnar.

Árið 2014 bjuggu um 10,44 milljónir manna í Seoul samkvæmt WPR. Séu nærliggjandi svæði tekin með í reikningin búa hins vegar 25,64 milljónir manna í eða í grennd við borgina. Það er um helmingur allra íbúa Suður-Kóreu.

Útsending úr myndavélum utan á geimstöðinni
Broadcast live streaming video on Ustream Staðsetning stöðvarinnar



Fleiri fréttir

Sjá meira


×