Erlent

Gómaður með 94 iPhone límda við sig

Samúel Karl Ólason skrifar
IPhone 6 er mjög vinsæll í Kína.
IPhone 6 er mjög vinsæll í Kína. Vísir/AFP
Þrátt fyrir að iPhone 6 og iPhone 6 plus hafi selst gífurlega vel í Kína, er enn markaður fyrir smygluð tæki. Til að geta keypt snjallsímann eftir opinberum leiðum þurfa neytendur að bíða í allt að tvo mánuði og yfirvöld í Kína skattleggja söluna verulega.

Símarnir eru svo vinsælir í Kína að á einum tímapunkti seldust smyglaðir símar á 2.400 dali samkvæmt CNet.

Lögreglan handtók í gær mann sem reyndi að smygla 94 símum frá Hong Kong, með því að nota límband til að líma þá utan á líkama sinn. Niðurstaðan var nokkurs konar brynvörn úr iPhone símum eins og sjá má hér að neðan.

Samkvæmt The Verge er þetta vinsæl leið til að smygla símum, en tollverðir tóku eftir skringilegu göngulagi mannsins. Í flestum tilfellum er um stolna síma að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×