Hetjan úr kosher versluninni fær ríkisborgararétt Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2015 18:03 Lassana Bathily er 24 ára og var starfsmaður verslunarinnar þar sem hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly réðst til atlögu á föstudaginn. Vísir/AFP Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins hefur nú orðið við þeim kröfum. Ráðherrann Bernard Cazeneuve tilkynnti nú síðdegis að Bathily komi til með að fá ríkisborgararétt við sérstaka athöfn í næstu viku. Bathilys bjargaði fjölda manns á föstudaginn í kosher matvöruversluninni í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar þegar hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hélt þar fjölda fólks í gíslingu. Margir hafa lýst viðbrögðum Bathily sem hetjudáð. Bathily var starfsmaður í versluninni og opnaði kælirými verslunarinnar þegar Coulibaly réðst til inngöngu. Fimmtán viðskiptavinir verslunarinnar gátu þá falið sig í kælinum, á sama tíma og Coulibaly hélt fjölda manns í gíslingu. Að því loknu gat Bathily smyglað sér út úr versluninni og komið skilaboðum til lögreglu um hvernig væri umhorfs í versluninni til að áhlaup lögreglu yrði eins vel heppnað og hugsast gat. Eftir að honum hafði tekist að flýja úr versluninni setti lögregla hann fyrst í handjárn þar sem grunur lék á að hann væri vitorðsmaður Coulibaly en gat síðar aðstoðað lögreglu með þeim upplýsingum sem hann bjó yfir. Francois Hollande Frakklandsforseti ræddi við Bathily á sunnudaginn og þakkaði honum fyrir hans framlag. Coulibaly var sá eini sem lét lífið í áhlaupi lögreglu en hann hafi þá þegar myrt fjóra í versluninni.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að stofnunin CRAN (Conseil représentatif des associations noires de France) hóf um helgina herferð þar sem þess var krafist að Bathily yrði veittur ríkisborgararéttur. Bathily er 24 ára Malímaður sem sótti um franskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann var lengi án pappíra en fékk að lokum starf í kosher versluninni í austurhluta Parísar. „Já, ég hjálpaði gyðingum. Við erum bræður. Þetta snýst ekki um gyðinga, kristna eða múslíma. Við erum allir í sama báti,“ sagði Bathily í sjónvarpsviðtali, en hann er sjálfur múslími. Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Fleiri hundruð þúsund kröfðust þess að Lassana Bathily fengi franskan ríkisborgararétt eftir hetjudáð sína í tengslum við hryðjuverkaárásirnar í París í síðustu viku. Innanríkisráðherra landsins hefur nú orðið við þeim kröfum. Ráðherrann Bernard Cazeneuve tilkynnti nú síðdegis að Bathily komi til með að fá ríkisborgararétt við sérstaka athöfn í næstu viku. Bathilys bjargaði fjölda manns á föstudaginn í kosher matvöruversluninni í Porte de Vincennes í austurhluta Parísar þegar hryðjuverkamaðurinn Amedy Coulibaly hélt þar fjölda fólks í gíslingu. Margir hafa lýst viðbrögðum Bathily sem hetjudáð. Bathily var starfsmaður í versluninni og opnaði kælirými verslunarinnar þegar Coulibaly réðst til inngöngu. Fimmtán viðskiptavinir verslunarinnar gátu þá falið sig í kælinum, á sama tíma og Coulibaly hélt fjölda manns í gíslingu. Að því loknu gat Bathily smyglað sér út úr versluninni og komið skilaboðum til lögreglu um hvernig væri umhorfs í versluninni til að áhlaup lögreglu yrði eins vel heppnað og hugsast gat. Eftir að honum hafði tekist að flýja úr versluninni setti lögregla hann fyrst í handjárn þar sem grunur lék á að hann væri vitorðsmaður Coulibaly en gat síðar aðstoðað lögreglu með þeim upplýsingum sem hann bjó yfir. Francois Hollande Frakklandsforseti ræddi við Bathily á sunnudaginn og þakkaði honum fyrir hans framlag. Coulibaly var sá eini sem lét lífið í áhlaupi lögreglu en hann hafi þá þegar myrt fjóra í versluninni.Í frétt sænska ríkissjónvarpsins segir að stofnunin CRAN (Conseil représentatif des associations noires de France) hóf um helgina herferð þar sem þess var krafist að Bathily yrði veittur ríkisborgararéttur. Bathily er 24 ára Malímaður sem sótti um franskan ríkisborgararétt á síðasta ári. Hann var lengi án pappíra en fékk að lokum starf í kosher versluninni í austurhluta Parísar. „Já, ég hjálpaði gyðingum. Við erum bræður. Þetta snýst ekki um gyðinga, kristna eða múslíma. Við erum allir í sama báti,“ sagði Bathily í sjónvarpsviðtali, en hann er sjálfur múslími.
Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira