Innlent

Reykti jónu í Nettó og Landsbankanum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögreglumenn komu að manninum reykja jónuna.
Lögreglumenn komu að manninum reykja jónuna. Vísir/Getty
Lögreglan á Suðurnesjum fékk tilkynningu í vikunni um mann sem var að púa kannabis í Nettó. Þegar lögregluþjónar komu á vettvang var maðurinn, sem er um tvítugt, kominn yfir í anddyri Landsbankans og var hann enn að reykja jónuna.

Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð, en á honum fannst kannabispoki. Alls hafði lögreglan afskipti af þremur einstaklingum sem voru með fíkniefni í fórum sínum.

Tollverðir fundu kannabis á flugfarþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu reyndist magnið vera innan við eitt gramm og var farþeginn því sektaður um 30 þúsund krónur fyrir fíkniefnavörslu.

Þá fannst kannabis í íbúðarhúsnæði í Njarðvík. Þar framvísaði íbúinn kannabis og var hann handtekinn og færður til skýrslutöku.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×