Enski boltinn

United hafnar 28,5 milljóna punda tilboði í Di María sem er ennþá týndur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hvar er Ángel di María?
Hvar er Ángel di María? vísir/getty
Manchester United og Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain eru komin vel á veg í samningaviðræðum um kaup franska liðsins á Ángel di María, að því fram kemur í frétt Guardian í kvöld.

PSG er sagt hafa boðið United 28,5 milljónir punda fyrir leikmann sem er tvöfalt minna en United borgaði (59,7 milljónir) fyrir Argentínumanninn síðasta sumar.

Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United, er sagður ætla sér að fá hærra verð fyrir leikmanninn sem virðist vera á útleið hjá félaginu.

Louis van Gaal, knattspyrnustjóri United, vildi halda Argentínumanninum hjá félaginu en er nú sagður vera búinn að sætta sig við þá staðreynd að stuttum ferli Di María á Old Trafford er lokið.

Enginn veit hvar Ángel di María er, en hann átti að mæta í æfingabúðir Manchester United í San Jose í Bandaríkjunum síðastliðinn laugardag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.