1.200 lögreglumenn leita að David Sweat Birgir Olgeirsson skrifar 27. júní 2015 23:27 Richard Matt og David Sweat. VÍSIR/NEW YORK STATE POLICE Rúmlega tólf hundruð manns hafa leitað að morðingjanum David Sweat í Bandaríkjunum í dag. Hefur leitin miðast við 56 ferkílómetra svæði á milli bæjanna Malone og Duane í New York-fylki. Sweat og félagi hans Richard Matt struku í Clinton-fangelsinu í Dannemora, sem er um áttatíu kílómetrum frá leitarsvæði dagsins, fyrir þremur vikum. Matt var felldur af lögreglu í bænum Elephant´s head í gærkvöldi. Eftir að Matt hafði verið skotinn til bana ákvað lögreglan að setja upp vegatálma á svæðinu til að reyna að króa Sweat af. Ef ekki hefði verið fyrir skothvelli og hósta, þá væri Richard Matt líklega enn á flótta. Þetta sagði lögreglustjóri Franklin-sýslu, Kevin Mulverhill, við bandarísku fréttastofuna CNN fyrr í dag. Ferðalangar urðu varir við háværan hvell þegar þeir óku nærri bænum Malone í gær. Þeir töldu að hjólbarði hefði sprungið en við nánari skoðun kom annað í ljós. Matt hafði þá skotið á húsbíl ferðalangana og er ekki vitað af hverju. Ferðalangarnir gerðu lögreglu viðvart sem hóf strax rannsókn. Við leit á svæðinu komu þeir að kofa í bænum Duane. Þegar lögreglumennirnir fóru inn í kofann fundu þeir lykt af byssupúðri. Þegar þeir leituðu fyrir utan kofan heyrðu þeir einhvern hósta. Þeir skipuðu viðkomandi að gefa sig fram en Matt varð ekki við skipun lögreglumanna sem hófu skothríð á hann. Kom í ljós að hann hafði á sér haglabyssu. Lögregluyfirvöld vonast til að félagi Matt, David Sweat, geri einnig mistök sem leiða til handtöku hans. „Hann hefur verið á flótta í þrjár vikur. Hann er þreyttur og svangur. Hann á eftir að gera mistök,“ hefur CNN eftir Mulverhill. Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Rúmlega tólf hundruð manns hafa leitað að morðingjanum David Sweat í Bandaríkjunum í dag. Hefur leitin miðast við 56 ferkílómetra svæði á milli bæjanna Malone og Duane í New York-fylki. Sweat og félagi hans Richard Matt struku í Clinton-fangelsinu í Dannemora, sem er um áttatíu kílómetrum frá leitarsvæði dagsins, fyrir þremur vikum. Matt var felldur af lögreglu í bænum Elephant´s head í gærkvöldi. Eftir að Matt hafði verið skotinn til bana ákvað lögreglan að setja upp vegatálma á svæðinu til að reyna að króa Sweat af. Ef ekki hefði verið fyrir skothvelli og hósta, þá væri Richard Matt líklega enn á flótta. Þetta sagði lögreglustjóri Franklin-sýslu, Kevin Mulverhill, við bandarísku fréttastofuna CNN fyrr í dag. Ferðalangar urðu varir við háværan hvell þegar þeir óku nærri bænum Malone í gær. Þeir töldu að hjólbarði hefði sprungið en við nánari skoðun kom annað í ljós. Matt hafði þá skotið á húsbíl ferðalangana og er ekki vitað af hverju. Ferðalangarnir gerðu lögreglu viðvart sem hóf strax rannsókn. Við leit á svæðinu komu þeir að kofa í bænum Duane. Þegar lögreglumennirnir fóru inn í kofann fundu þeir lykt af byssupúðri. Þegar þeir leituðu fyrir utan kofan heyrðu þeir einhvern hósta. Þeir skipuðu viðkomandi að gefa sig fram en Matt varð ekki við skipun lögreglumanna sem hófu skothríð á hann. Kom í ljós að hann hafði á sér haglabyssu. Lögregluyfirvöld vonast til að félagi Matt, David Sweat, geri einnig mistök sem leiða til handtöku hans. „Hann hefur verið á flótta í þrjár vikur. Hann er þreyttur og svangur. Hann á eftir að gera mistök,“ hefur CNN eftir Mulverhill.
Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Sjá meira
Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08
Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00