1.200 lögreglumenn leita að David Sweat Birgir Olgeirsson skrifar 27. júní 2015 23:27 Richard Matt og David Sweat. VÍSIR/NEW YORK STATE POLICE Rúmlega tólf hundruð manns hafa leitað að morðingjanum David Sweat í Bandaríkjunum í dag. Hefur leitin miðast við 56 ferkílómetra svæði á milli bæjanna Malone og Duane í New York-fylki. Sweat og félagi hans Richard Matt struku í Clinton-fangelsinu í Dannemora, sem er um áttatíu kílómetrum frá leitarsvæði dagsins, fyrir þremur vikum. Matt var felldur af lögreglu í bænum Elephant´s head í gærkvöldi. Eftir að Matt hafði verið skotinn til bana ákvað lögreglan að setja upp vegatálma á svæðinu til að reyna að króa Sweat af. Ef ekki hefði verið fyrir skothvelli og hósta, þá væri Richard Matt líklega enn á flótta. Þetta sagði lögreglustjóri Franklin-sýslu, Kevin Mulverhill, við bandarísku fréttastofuna CNN fyrr í dag. Ferðalangar urðu varir við háværan hvell þegar þeir óku nærri bænum Malone í gær. Þeir töldu að hjólbarði hefði sprungið en við nánari skoðun kom annað í ljós. Matt hafði þá skotið á húsbíl ferðalangana og er ekki vitað af hverju. Ferðalangarnir gerðu lögreglu viðvart sem hóf strax rannsókn. Við leit á svæðinu komu þeir að kofa í bænum Duane. Þegar lögreglumennirnir fóru inn í kofann fundu þeir lykt af byssupúðri. Þegar þeir leituðu fyrir utan kofan heyrðu þeir einhvern hósta. Þeir skipuðu viðkomandi að gefa sig fram en Matt varð ekki við skipun lögreglumanna sem hófu skothríð á hann. Kom í ljós að hann hafði á sér haglabyssu. Lögregluyfirvöld vonast til að félagi Matt, David Sweat, geri einnig mistök sem leiða til handtöku hans. „Hann hefur verið á flótta í þrjár vikur. Hann er þreyttur og svangur. Hann á eftir að gera mistök,“ hefur CNN eftir Mulverhill. Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Rúmlega tólf hundruð manns hafa leitað að morðingjanum David Sweat í Bandaríkjunum í dag. Hefur leitin miðast við 56 ferkílómetra svæði á milli bæjanna Malone og Duane í New York-fylki. Sweat og félagi hans Richard Matt struku í Clinton-fangelsinu í Dannemora, sem er um áttatíu kílómetrum frá leitarsvæði dagsins, fyrir þremur vikum. Matt var felldur af lögreglu í bænum Elephant´s head í gærkvöldi. Eftir að Matt hafði verið skotinn til bana ákvað lögreglan að setja upp vegatálma á svæðinu til að reyna að króa Sweat af. Ef ekki hefði verið fyrir skothvelli og hósta, þá væri Richard Matt líklega enn á flótta. Þetta sagði lögreglustjóri Franklin-sýslu, Kevin Mulverhill, við bandarísku fréttastofuna CNN fyrr í dag. Ferðalangar urðu varir við háværan hvell þegar þeir óku nærri bænum Malone í gær. Þeir töldu að hjólbarði hefði sprungið en við nánari skoðun kom annað í ljós. Matt hafði þá skotið á húsbíl ferðalangana og er ekki vitað af hverju. Ferðalangarnir gerðu lögreglu viðvart sem hóf strax rannsókn. Við leit á svæðinu komu þeir að kofa í bænum Duane. Þegar lögreglumennirnir fóru inn í kofann fundu þeir lykt af byssupúðri. Þegar þeir leituðu fyrir utan kofan heyrðu þeir einhvern hósta. Þeir skipuðu viðkomandi að gefa sig fram en Matt varð ekki við skipun lögreglumanna sem hófu skothríð á hann. Kom í ljós að hann hafði á sér haglabyssu. Lögregluyfirvöld vonast til að félagi Matt, David Sweat, geri einnig mistök sem leiða til handtöku hans. „Hann hefur verið á flótta í þrjár vikur. Hann er þreyttur og svangur. Hann á eftir að gera mistök,“ hefur CNN eftir Mulverhill.
Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08
Bað mennina um að koma eiginmanni sínum fyrir kattarnef Joyce Mitchell, sem er grunuð um að hafa aðstoðað tvo hættulega fanga að flýja fangelsi í New York, er sögð hafa verið ástfangin af öðrum fanganum. 18. júní 2015 07:00