Myndbandið hefur vakið hörð viðbrögð þar sem fórnalambið, hinn fimmtugi Walter Scott, var svartur. Lögreglan í Bandaríkjunum hefur setið undir gagnrýni vegna fjölda mála sem hafa komið upp þar sem hvítir lögreglumenn skjóta svarta.
Scott var stöðvaður af lögreglunni þar sem bremsuljós á bíl hans var brotið. Í fyrstu sagði lögreglumaðurinn að Scott hefði gert tilraun til að ná rafbyssu sinni en atvikið, sem átti sér stað í North Charleston, náðist á farsíma. Það sýnir Scott hlaupa í burtu frá lögreglumanninum og virðist ekki vera vopnaður.
Verði lögreglumaðurinn fundinn sekur gæti hann hlotið lífstíðardóm. Hér að neðan má sjá myndbandið af skotárásinni. Myndbandið gæti vakið óhug.